Kerlingafjöll.

Lögðum af stað í gærdag kl. 15.00 og stefnan tekinn á Kerlingafjöll. Vorum 9 manns á 4 bílum og áttum við pantaða gistingu í einum af skálunum þarna upp frá. Veðrið lofaði mjög góðu er lagt var af stað og sól og blíða alveg þangað til að komið var að Geysi að ský fór að draga fyrir sólu. Ekki létum við það draga úr okkur og lagt var á kjöl.

Snjóalög á kili voru frekar fátækleg og greinilegt að vel hafði tekið upp af snjó í þýðukaflanum um daginn. 20 til 30 cm. jafnfallinn snjór var yfir öllu og stutt í urð og grjót sem að sást frekar illa undir nýföllnum snjónum. Þetta varð til þess að 3 felgur skemmdust á leiðinni en viðgerð tókst með groddaralegum aðferðum með sleggju einni, sem að hefur bjargað okkur áður í neyð :).

 Við höfðum verið vöruð við áður en lagt var af stað að vöð við Kerlingafjöll gætu verið varasöm út af krapastíflum og klaka sem ekki væri bílheldur. Þegar að þessum vöðum var komið reyndist þetta ekkert tiltökumál enda hafði frosið vel í þessu og enginn hætta á ferðum.

Við vorum kominn að Kerlingafjöllum kl. 00.00 og þar blasti við okkur fjöldi vélsleða og komumst við að því að þarna væri einhverskonar landsmót vélsleðamanna og 120 manns á staðnum. Hófst þá leit að staðarhaldara til þess að fá lykil að þeim skála sem við áttum pantaðan og gekk sú leit brösulega. Fararstjóri ferðarinnar var margbúinn að reyna að hringja upp eftir að reyna að ná símasambandi við þennan einstakling og gekk ekkert. Síðan komumst við að því að viðk. einstaklingur var sofandi í skála þarna rétt hjá og örkuðum við þangað upp eftir. Maðurinn var vakinn og hann tilkynnti okkur þá að skálinn sem að við áttum pantaðan var útleigður og ekkert sem að hann gæti gert fyrir okkur. Ótrúleg framkoma við fólk með eitt ungabarn og til háborinnar skammar fyrir þá sem eru með þessa aðstöðu á sinni könnu. Maðurinn reyndi ekkert til þess að bjarga málunum. Þarna vorum við kominn eftir 9 klst. ferðalag með fyrirfram lofaða gistingu og sviknir!

Þarna var illt í efni og fréttir af öðrum skálum í nágrenninu voru að þeir voru fullir líka þannig að ekkert annað var í stöðunni en að leita sér að gistingu á láglendinu á þessum tíma sólarhringsins eða að leggja á okkur annað eins ferðalag til baka. Ferðalag til baka varð ofan á og vegna ótrúlegrar frammistöðu staðarhaldara þarna upp frá þurftum við að leggja á okkur maraþonakstur til kl. 07.30 um morguninn með tilheyrandi pirring og þreytu.

 Verð samt að fá að hrósa fararstjóra ferðarinnar fyrir alveg einstaka skapfestu við þessar aðstæður. Fararstjórinn var með eiginkonu sína og 1 árs strák, sem að er stórefnilegur jeppamaður, og það hefðu einhverjir misst skap sitt að þann einstakling sem að réð ríkjum þarna upp frá og skiljanlega.

 Í von um að þessi skrif verði til þess að svona nokkuð gerist ekki aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband