17.3.2008 | 15:04
Því miður er alþingi aðgerðarlaust.
Ríkisstjórnin er greinilega alveg hörð á því að koma ekkert til móts við almenning og er að gera heimilum landsins enn erfiðara fyrir að ná endum saman. Maður spyr sig hvar eru alþingismenn eins og Heilög Jóhanna sem allt virtist vilja fyrir okkur almenning gera þegar að hún var í stjórnarandstöðu en þegar að hún og fleiri komast í ríkistjórn að þá sitja þessir þingmenn með hendur í skauti. Hingað og ekki lengra. Þeir verða að fara að gera eitthvað í þessu.
það er alveg ljóst að forsendur kjarasamningana eru brostnar og allar þessar "skattalækkanir" eru étnar upp með olíuhækkunum, hækkuðu matvælaverði sem að enginn virðist fylgjast með hér á landi og ört hækkandi vöxtum bankana af íbúðarlánum.
Gaman væri að fá að vita hversu mikið ríkið er að fá af hverjum olíulíter. Þannig getur maður séð hversu mikið svigrúm ríkisstjórnin hefur til þess að hafa einhverja stjórn á olíuverðinu. Þetta er ekki bara slæmt fyrir heimilin heldur líka útgerð, verktaka o.fl.
Það er alveg ljóst að meðan að ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir hinn almenna íslending og ætlar að horfa á heimili landsins sökkva í skuldafen að þá muni fylgi þessarar ríkisstjórnar hrynja fljótlega.
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.3.2008 | 11:05
Þetta er enginn tilviljun
Horfði á leik Houston og Lakers í gærkvöldi á NBA tv og var þetta hin mesta skemmtun. Rick Adelman þjálfari Houston er búinn að gera frábæra hluti með þetta lið og er hrein unun að horfa á óeigingirni leikmanna. Rafer Alston og Bobby Jackson sjóðheitir fyrir utan 3 stiga línuna og argentínumaðurinn Scola átti stórleik undir körfunni sem kannski kemur ekki beint fram í tölfræði hans. Mikill baráttuhundur þar á ferð. Battier átti frábæran leik á móti Kobe og hélt honum í 30 % skotnýtingu og söknuðu lakersmenn Paul Gazol greinilega.
Athyglisverður sigur hjá Houston þar sem að þeirra aðalstjarna var alls ekki í stuði með aðeins 11 stig og öll í seinni hálfleik og Yao Ming meiddur. Burðarásarnir voru hinn aldni Mutombo, Alston sem að var valinn í annari umferð leikmannavalsins og Bobby Jackson ásamt óreyndum argentínumanni. Greinilega toppþjálfari með þetta lið.
22. sigur Houston í röð - Denver skoraði 168 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2008 | 10:04
Há upphæð en betur má ef duga skal.
Já, þetta eru háar upphæðir en betur má ef duga skal. Vegna sparnaðar er sjúklingum gert að gista frammi á gangi á sjúkrahúsum. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru með alltof lág laun. Búið að taka læknana af neyðarbílnum. Lyfjaverð er alltof hátt hér á landi. Eyða þarf biðlistum eftir aðgerðum.
Ég held að flestir séu sammála um að það sé í lagi að borga skatta til þess að heilbrigðiskerfið sé vel rekið. Starfsfólk er mjög hæft í þessum geira hérna en starfsumhverfi þess þ.e. vinnuálag og launamál hjá mörgum þeirra er að gera það að verkum að fólk er að fara í önnur störf, læknar í námi erlendis hugsa sig tvisvar um áður en þeir koma hingað til starfa.
Þarna þarf ríkisstjórnin að setja meiri pening og minni pening í t.d. sendiráð, eftirlaun stjórnmálamanna o.s.frv.
9,2% af landsframleiðslu til heilbrigðismála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2008 | 13:14
Utube tilraun.
Djöfulli flott grúv. Sýnir að danstónlist þarf ekki að vera gerð með tölvum. Mun meira grúv að hafa alvöru hljóðfæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 13:04
Úff maður minn
Á þessum tíma var ekki til neitt sem að heitir deyfing þannig að maður getur rétt ímyndað sér hvernig þessari konu leið á meðan á aðgerðinni stóð. Þvílík harka, maður svitnar bara við að sjá deyfingarsprautuna hjá Tannsa.
Í höfuðaðgerð á þriðju öld? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 12:59
Þetta verður forvitnilegt
Ég spái því að arsenic - Liverpool verði tvísýn viðureign og Liverpool fari áfram vegna þess að þeir eru á heimavelli í seinni leiknum.
Chel$ky - Fenerbache þar fer Chel$ky örugglega áfram
Roma - Manure þar fer manure áfram eftir hörkuleiki
Schalke - Barca þar fer Barca nokkuð örugglega áfram.
Þannig að undanúrslitin verða svona Liverpool - Chel$ky (Enn og aftur)
manure - Barca og þar fara Barca áfram eftir tvísýna leiki.
Úrslitaleikurinn í moskvu verður s.s. Liverpool - Barca og þar vinnur Liverpool 6. titilinn sinn 2-1.
Arsenal dróst gegn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2008 | 12:51
Hvaða flensu fékk ég þá?
Fékk þessa flensu fyrir 4 vikum og lá í viku og í vikunni þurfti ég að fara á eitthvað leiðinda innöndunarlyf vegna eftirkasta flensunar. Hvað er þá erfið flensa? Maður spyr sig.
Inflúensan væg í ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 12:44
Hvernig væri þá
Segir sendiherra of marga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 12:42
Lausnin er einföld
Ísland á sama stað á heimslista FIFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Af mbl.is
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv