Há upphæð en betur má ef duga skal.

Já, þetta eru háar upphæðir en betur má ef duga skal. Vegna sparnaðar er sjúklingum gert að gista frammi á gangi á sjúkrahúsum. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru með alltof lág laun. Búið að taka læknana af neyðarbílnum. Lyfjaverð er alltof hátt hér á landi. Eyða þarf biðlistum eftir aðgerðum.

Ég held að flestir séu sammála um að það sé í lagi að borga skatta til þess að heilbrigðiskerfið sé vel rekið. Starfsfólk er mjög hæft í þessum geira hérna en starfsumhverfi þess þ.e. vinnuálag og launamál hjá mörgum þeirra er að gera það að verkum að fólk er að fara í önnur störf, læknar í námi erlendis hugsa sig tvisvar um áður en þeir koma hingað til starfa.

Þarna þarf ríkisstjórnin að setja meiri pening og minni pening í t.d. sendiráð, eftirlaun stjórnmálamanna o.s.frv.


mbl.is 9,2% af landsframleiðslu til heilbrigðismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sammála.

Hólmdís Hjartardóttir, 17.3.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Ég held reyndar að það sé mjög fínt að hafa eftirlaun stjórnmálamanna aðlaðandi því þá eru meiri líkur en minni að þeir fari fyrr en seinna á eftirlaun og því eru meiri líkur en minni að á endanum fáum við einhverja snillinga inn á þing.

Ólafur Tryggvason, 17.3.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þetta eru reyndar rök sem að eru afar vinsæl af háttsettum bankamönnum. Staðreyndin er hinsvegar sú að ef að þú einsetur þér að fara í eitthvað starf að þá ferðu í það burtséð frá launum. Hver segir það að snillingar sækjist eftir himinháum eftirlaunum? Snillingar eru flestir hugsjónamenn og hafa unnið sitt eftir köllun en ekki peningagræðgi. Flestir milljarðamæringar heimsins kallast seint snillingar en flestir snillingar mannkynssögunnar hafa verið blankir, jafnvel ofsóttir misskildir menn sem að hafa ekki verið settir á stall fyrr en eftir dauða þeirra.

Hæfir menn fara á þing burtséð frá eftirlaunum ef að þjóðin kýs þá fram yfir hysmið. Þess vegna er mjög mikilvægt að mæta á prófkjör hjá sínum flokki og velja hæft fólk.

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Það er nú alveg merkilegt með ykkur lúserpúllarana þið lesið það bara út úr skrifuðum texta sem ykkur langar - ég sagði ekki að þeir færu á þing fyrir eftirlaunin - heldur maður losnaði við skríplana á eftirlaun og líkur væru á að það kæmu betri í staðinn!!

Svo er það míta að mestu snillingar heimssögunnar hafi verið blankir.

Ólafur Tryggvason, 17.3.2008 kl. 13:25

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það er nefnilega athugavert að ef að sagan er skoðuð að þá er nánast enginn fjármálamaður meðal mestu snillinga mannskynssögunnar heldur eru það heimspekingar og vísindamenn og á síðustu öldum komu þarna örfáir stjórnmálamenn sem að mörkuðu sína stefnu.

Ég hefði kannski þurft að umorða þetta aðeins hjá mér þeir voru margir hverjir ekkert skítblankir en þeir voru langflestir engir ríkisbubbar enda gekk líf þeirra út á annað en peninga. Þetta er allt saman túlkunaratriði. En þetta að eftirlaun fái betri menn inn á þing er alger þvæla. Ætli það ýti frekar ekki undir "fátæka" skrýpla að fara á þing og tryggja sinn fjárhag. Það vill nefnilega þannig til að einkageirinn getur nánast alltaf yfirboðið ríkiskassann en enn og aftur, menn fara ekki á þing fyrir peninga heldur hugsjón og það er mun betra fyrir þjóðina að hafa það þannig. Leyfum þeim sem eru að standa sig frábærlega við að sökkva þjóðinni í skuldafen og verðbólgu að vera áfram í bönkunum og fáum hugsjónamenn inn á þing.

Aðskiljum svo framkvæmdavald og þingvald þannig að ráðnir séu fagmenn í ráðherraembætti en ekki fólk sem að ekkert vit hefur á viðkomandi málaflokkum. Lögfræðingur er t.d. enginn draumamenntun fyrir heilbrigðisráðuneyti o.s.frv.

NB, ég er óflokksbundinn hægrimaður sem að þó gerir sér grein fyrir að þessi græðgi í íslendingum er að setja þjóðarskútunna nánast á hliðina.

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband