8.5.2008 | 10:43
Núna er komið að því
Ætlum að kíkja á New York og mála bæinn rauðann. Verðum einhversstaðar á þessu svæði
Það verður kíkt á veitingahús m.a. veitingahús hans Ramsey sem að er með Hells kitchen þættina og steikhús í eigu Michael Jordan. Það er vonandi að maður rekist á þessa kappa í móttökuni
Og kíkið á þetta myndband í lokin. Vel viðeigandi og gleymt lag frá eighties tímabilinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 19:10
Er þá ekki þjóðhagslega hagkvæmt að hefja strandflutninga?
Þessar tölur eru svo sem ekki nýjar af nálinni og þess vegna er ég ekki að skilja af hverju ríkisstjórnin gerir ekkert í þessum hlutum. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að ýta flutningafélögunum aftur í strandflutninga. Vegakerfið er of viðkvæmt til þess að þola alla þessa þungaflutninga. Ástæðan er að þjóðvegirnir liggja á löngum köflum yfir mýrarsvæði og einnig fara frost og þýða illa með vegina okkar. Flestar nágrannaþjóðir okkar eru laus við þetta vandamál og geta þess vegna mun frekar verið með stóra og þunga bíla á sínum vegum en við þurfum bara að gera þetta öðruvísi.
Flestir gera sér grein fyrir því að þessir bílar eru stórir og breiðir og passa illa á hina mjóu "hraðbrautir" okkar. Slys gerast þar sem kantar veganna gefa sig undan þunga þessara bíla. Einnig er alltof algengt að sjá þessa bíla með illa frágenginn farm sem skapar hættu fyrir vegfarendur.
Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2008 | 17:46
Átti þetta fólk enga nágranna?
Hefði ekki átt að vakna grunur hjá nágrönnum mannsins þegar að dóttir hans hefur ekki sést í 24 ár? Og er ekki skrýtið að 4 börn komi inn á heimilið en enginn móðir sjáanleg?
Hryllilegt mál og sýnir að mannskepnan er til alls vís og greinilegt hvaða dýr er grimmasta dýr jarðarinnar.
Lokaði dóttur sína inni í 24 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 17:41
Svona verða menn .........
Þegar að þeir umgangast vælukjóa númer eitt, sörinn. Þetta er farið að verða ansi þreytandi að hlusta á væl manure manna eftir tap leiki. Ættu að einbeita sér frekar að því að ræða um sitt lið og spilamennsku þess. Sörinn talaði um eftir leikinn að þetta hefði ekki verið hendi vegna þess að boltinn var á leið til Rio sultu Ferdinand? Og hvaða máli skiptir það? Akkúrat engu. Það sem skiptir máli að Carrick var með hendina úti og boltinn breytti um stefnu og dómaranum ber þá skyldu til þess að dæma víti.
Núna mega manure menn ekki misstíga sig í leikjunum sem eftir eru því þá verða chel$ky meistarar. Fínt að fá spennu í þetta.
Carlos Queiroz: Þarf kannski að skjóta einn okkar niður í teignum til að fá vítaspyrnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2008 | 05:16
LOL, er þetta tilvonandi fyrirliði Englands?
Leikmenn Chelsea halda Rio Ferdinand í leiknum í dag. |
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
Rio Ferdinand varnarmaður Manchester United hefur beðið öryggisvörð afsökunar á að hafa sparkað í hana í kjölfar þess að Michael Ballack skoraði sigurmark Chelsea gegn þeim úr vítaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Er Ferdinand gekk af velli lét hann reiði sína bitna á múrvegg en fyrir mistök sparkaði hann í kvenkyns öryggisverð sem þar var nærri.
,,Því miður stóð daman þarna við og ég rakst óvart í hana með fætinum. Ég baðst innilega afsökunar og fór aftur til að vera viss um að það væri í lagi með hana," sagði hann.
,,Ég hef gengið frá því að henni verði sendur blómvöndur. Henni til hróss þá hló hún að þessu og sýndi mikinn skilning. Hún sagði að hún hafi ekki meitt sig."
Hann er ennþá sama sultan og hann hefur alltaf verið. Enginn leiðtogahæfileiki þarna bara vesen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.4.2008 | 14:55
Hvor aðilinn var stjórnlaus? Löggan eða bílstjórar?
Erlendur vinnufélagi minn benti mér á það í morgun þegar að þessar ótrúlegu myndir birtust í sjónvarpinu að öll faðir hans, systir og maðurinn hennar væru öll lögregluþjónar í Berlín. Þar skipti öllu máli að reyna að róa mótmælendur en ekki að hleypa öllu upp eins og löggan gerði í þessu tilfelli. Frásögn stúlku af ofbeldi löggunnar gagnvart einstaklingnum sem grýtti lögguna er ekki til þess að bæta málstað löggunnar. Það að nota táragas gegn krökkum og konum lýsir því vel í hvaða tilgangi löggan kom þarna uppeftir í dag. Það þarf enginn að koma hingað og segja mér að ekki hefði verið hægt að sjattla málin með rólegri hætti.
Ég er ansi hræddur um að það sem hefst upp úr þessu dæmalausa rugli hjá löggunni er að mótmælendur komi til með að beita harkalegri aðgerðum og samstarfi við lögguna varðandi mótmæli í framtíðinni verður ekki haft. Greinilegt að þessi stóra "aðgerð" löggunnar hafi komið að ofan og væntanlega þá frá Birni Bjarnasyni sem hefur greinilega viljað notað tækifærið til þess að sjá "herinn" sinn (Hinu einu sönnu ofbeldisseggi og æsingarmenn) í aksjón. Kannski fær hann tækifæri til þess að nýta myndbrot af þessum atburðum í nýja Bruce Willis mynd.
Virðing mín fyrir löggunni beið mikinn hnekk í dag og þeir þurfa að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar á athæfi sínu þarna upp frá. Ég er þó ekki að afsaka þá sem svöruðu löggunni með ofbeldi enda er ég eindreginn andstæðingur ofbeldis.
Mótmælin virtust stjórnlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
20.4.2008 | 13:07
Ekki góðar fréttir
Það segir sig náttúrulega sjálft að ekkert lið má við því að missa sinn besta leikmann og fyrirliða fyrir eins mikilvægan leik og leikinn gegn chel$ky. Þetta er án vafa besti leikmaður úrvalsdeildarinnar og evrópu í dag án þess að á nokkurn sé hallað. Maður sem gerir allt vel inni á vellinum og leggur sig alltaf 100% fram. Það er vonandi að þeir geti tjaslað honum saman fyrir þennan leik.
Óvíst með Gerrard gegn Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
20.4.2008 | 13:02
Ha ha, fékk ekki þrjú víti, greyið.
Það verður ekki af Ferguson tekið að hann er sæmilegasti stjóri en þetta endalausa væl í honum þegar að illa gengur er mikill löstur á hans karakter. Hann er fljótur að gleyma því að hann hefur fengið þær allnokkrar mjög ódýrar og jafnvel ókeypis á gamla klóinu. Hver man ekki eftir dómgæslu Mike Reilly og dýfingameistaranum Ronaldo?
Og svona að lokum. Skilaði meistaraspilamennskan honum bara einu stigi? Þá finnst mér kröfurnar orðnar ansi lágar á lið hans.
Ferguson: Lékum eins og meistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.4.2008 | 18:42
Er svo ekki betra að nota færeysku leiðina?
Lögregla leitar enn ræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 21:19
Ha ha, Capello hefur húmor eftir allt saman.
Hvernig dettur manninum í hug að þessi maður sé fyrirliðaefni? Hann hefur 2 orða orðaforða s.s. orðin "fuck" og "off". Maðurinn er mesti tuðari deildarinnar og hefur litla sjálfstjórn.
Hann er ágætis leikmaður sem vinnuhestur en sem framherji vantar honum að skora fleiri mörk og hann þarf svo sannarlega að laga það.
Af tvennu illu myndi ég frekar vilja sjá hitt gáfnaljósið hjá manure, Ferdinand, sem fyrirliða. Dómararnir fengju þá allavega smá vinnufrið.
Capello: Rooney er framtíðar fyrirliði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar