Sumarið að enda komið.

Jæja, þá er maður aftur mættur við lyklaborðið eftir viðburðaríkt sumar. Mun gera betur grein fyrir því hvað maður afrekaði þetta annasama sumar. Af nógu er að taka.

Er þó búinn að fylgjast með bloggfærslum vina minna hérna og hafa menn verið misduglegir eins og gengur og gerist.

Allt um sumarið innan skamms.


Bob Dylan.

Það má segja ýmislegt gott um hans frammistöðu og bandið hans sem var stórgott en ég saknaði margra af hans þekktustu slögurum en kallinn kann að blúsa, það fer ekkert á milli mála.

En að tónleikahöldurunum. Þeirra frammistaða fær falleinkunn. Þegar að fólk er búið að eyða stórfé í að sjá goðið sitt og sér svo ekki neitt vegna þess að sviðið er á of lágum palli er alls ekki nógu gott. Enda var fólk byrjað að yfirgefa þessa tónleika löngu áður en þeir enduðu. Svona á ekki að gerast. Loftræstingin var ekki sett í gang þrátt fyrir yfirgengilegan hita þarna inni sem er ekki gott í ljósi þess að þarna var fullt af fólki um og yfir sextugt sem var ekkert að höndla þetta súrefnisleysi.

Í samtali við einn af öryggisvörðunum um þessi mál kom í ljós að byggingarnefnd hafði hafnað því að þessi nýbygging væri byggð 2 metrum hærri. Þess vegna hentaði þetta hús illa til tónleikahalds. En þá spyr ég. Hefði þá ekki verið betra að nota eitthvað annað hús en þetta í stað þess að bjóða upp á blindandi tónleika? Ástæðan að ekki var keyrt á loftræstinguna var hávaði frá henni og enn ein ástæðan fyrir því að þetta hús virkar ekki. Hvað eru menn að hugsa sem eru að byggja svona rándýr stórhýsi? Það er vonandi að menn læri af þessum mistökum og láti þetta ekki gerast aftur.


mbl.is Ánægðir gestir á tónleikum Dylans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegur hausverkur.

Og ekki bætir úr skák að klukkan er að verða þrjú og lítið eftir af deginum. Hafði hugsað mér að kíkja á Indiana Jones í dag en varla verður úr því þar sem að heilsan hefur sjaldnast verið verri af völdum áfengisneyslu á minni stuttu ævi. Það eina sem gengur á þessum gullfallega degi er góður skammtur af hausverkjatöflum og earl grey te. Ekki fæ ég mér afréttara þar sem hætt er við að hann komi öfugur upp úr mér aftur en kannski spurning um að leggjast aftur í koju og reyna að geyma þetta heilsuleysi í óminni svefsins.

 Kvöldið í gær var s.s. vel heppnað enda var múgur manns hérna og mikil stemmning og var konan ánægð með sínar gjafir og fólkið sem mætti til þess að skemmta sér og ýmislegt var brallað. Innibombur voru sprengdar, kampavín opnað, boðið var upp á mexikanskt fajitas með alles yfir eurovision, kaffi og koníak á eftir þannig að enginn var svikinn af þessu kvöldi.

En eins og sagt var í Waynes world og á vel við mig "Phil, you partyid out again" . Mitt loforð á þessum fallega degi er. Ég mun ekki bragða það fyrr en í fyrsta lagi næstu helgi.


Dagurinn í dag.

Það er óhætt að segja að mikið stendur til í dag. Konan ætlar að halda upp á 35 ára afmælið sitt ásamt því að kíkt verður á júróvisjón. Ég ætla að kíkja niður á snókerstofu og taka nokkra leiki með strákunum og fá sér einn eða tvo öl.

Síðan verður farið heim og gert klárt fyrir veisluna og ætlar konan að útbúa mexikanskt og Jón Páll skuðmunkur mun koma hérna kl. 1800 og byrja að útbúa fordrykkina. Maðurinn er einhver mesti kokteilsnillingur landsins. Við reiknum með 20 til 25 manns í kvöld og verður alveg örugglega svaka stuð. Svona að lokum fyrir Einar Braga, eitt lag til þess að kynda fyrir helgina.

Eru ekki allir í stuði með Guði?


John Fogerty í gærkvöldi.

Kíktum á tónleikana í Laugardalshöllinni. Vorum búin að fjárfesta í stúkumiðum til þess að losna við allt kraðak og fengum fín sæti, þökk sé King vini mínum. Komum inn þegar að KK var að spila sitt prógram og var hann með flotta hljóðfæraleikara með sér, m. a. Guðmund Pétursson á gítar, Björgvin Gíslason á gítar og Ásgeir Óskarsson á trommur. Fín frammistaða hjá honum og félögum.

Síðan hófst löng bið. Fyrst hlupu rótarar um sviðið eins og óðir menn að taka til eftir KK og félaga og síðan tóku við erlendir "soundtékkarar". Svona gekk þetta í 45 mínútur eftir að KK lauk sér af. Kannski var full þörf á þessu, maður veit ekki.

Kl. 21.45 mætti kallinn loksins á sviðið og hóf leik með 3 klassískum CCR smellum sem kveiktu heldur betur í áhorfendum. Síðan tóku við minna þekktir smellir ásamt nýrra efni af sólóferlinum sem virtust falla vel í kramið hjá áhorfendum. Fogerty er trúr sjálfum sér og spilar einfalt og melódískt rokk sem getur ekki annað en fallið í kramið hjá fólki. Hann geymdi smelli eins og Rockin' all over the world, Proud Mary, Cotton fields og fleiri þangað til í lokin og ég hélt að þakið myndi rifna af höllinni þegar að hann tók Down on the corner. Kallinn lauk sér af á miðnætti og hafði þá spilað án þess að taka neina pásu, sem að er nokkuð gott fyrir tónlistarmann á hans aldri.

Fyrirfram hafði ég áhyggjur af því að erfitt yrði að ná upp stemmningu í höllinni enda miðvikudagskvöld og áhorfendur komnir af léttasta skeiði en það var öðru nær. Aðra eins stemmningu hef ég varla séð og kallinn hafði orð á því hversu ánægður hann var með að fólk kynni lögin hans. Enda lofar hann því að koma aftur til Íslands sem fyrst. Heyrði á rás 2 í dag að kallinn spilaði vanalega ekki svona lengi þannig að hann hefur verið ánægður með landann.

Bandið samanstóð af eðalhljóðfæraleikurum og kom Fogerty sjálfur mér á óvart hversu snjall gítarleikari hann er. Trommarinn var einn sá besti sem komið hefur hingað til lands. Mikill kraftur og innlifun í honum enda þurfti að skipta út einni trommunni í einu laginu. Bassaleikarinn var einnig frábær. Hinir gítarleikararnir voru eðal en fengu að njóta sín minna en aðalstjarnan, skiljanlega en einn þeirra var alveg einstaklega fjölhæfur og gat spilað á fiðlu í sumum lögum, mandólín í öðrum og banjó í enn öðrum og steel guitar í einu lagi og gott ef hann var ekki á slide guitar í einu þeirra.

S.s. eðaltónleikar með einu af höfuðskáldum rokksögunnar og vonandi að hann standi við stóru orðin og mæti aftur. Alveg þess virði að borga 10.000 fyrir að sjá þennan snilling aftur.


Hér má lesa gagnrýni fólks af götunni.

Og það virðist vera almenn ánægja með myndina. Maður verður að viðurkenna að það er kominn smá spenna fyrir þessari mynd.

http://www.imdb.com/title/tt0367882/usercomments


mbl.is Indiana Jones fær góða dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til lukku Hemmi

Gaman að sjá Íslending lyfta þessari dollu. Það verður forvitnilegt að sjá þetta lið í evrópukeppninni á næsta tímabili. Þetta er öflugt lið með öflugan stjóra og gaman að sjá Hemma í liði sem er ekki í fallbaráttunni. Að mínu áliti öflugur leikmaður sem á heima í alvöru liði í úrvalsdeildinni.
mbl.is Um 200 þúsund fagna Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki verið að grínast í mér?

Vissulega er Drogba leikari en Vidic gleymir því að skólastjórinn og yfirkennarinn í þessum fræðum er með honum í liði og heitir Ronaldo. Hann er sá allra versti og skömm að því að maður með þennan leiðinlega ávana skuli vinna til verðlauna sem besti leikmaðurinn. Maður með þessa hæfileika á ekki þurfa að standa í því að kasta sér í jörðina endalaust.

Ronaldo og Drogba eru því miður með þennan leiðinlega ávana og verður dómaratríóið af hafa sérstakar gætur á þeim báðum.


mbl.is Vidic sakar Drogba um leikaraskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þessir menn eru hálaunamenn.

Þannig að maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki hefði verið vit í að setja þessa peninga í eitthvað nytsamlegra. T.d. að setja læknana á neyðarbílana eða að bæta þjónustuna á spítölunum sem gætu þá stytt biðlista og fækkað lokunum á deildum. Nei, þeir sem ráða hérna telja meiri þörf á því að menn sem eiga þó nóg milli hnífs og skeiðar fái enn meira í sinn vasa.

Athygli vekur að ekki einn af þessum mönnum hefur afþakkað þessi eftirlaun sem sýnir okkur hve lár siðferðisstuðull þessara manna er. Og enn hefur samfylkingin ekki efnt sitt loforð um afnám þessara ólaga.


mbl.is 164 fyrrum ráðherrar og þingmenn fá eftirlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær ferð til New york

Það eru náttúrulega mikil viðbrigði að koma frá stóra eplinu til litla Íslands. Það varð einhvernveginn allt svo lítið hérna. En mikið var gaman þarna úti. Borgin, þrátt fyrir stærð sína og hraða, er vinaleg, skemmtileg og flestir tilbúnir að aðstoða þig ef að þú ert í einhverjum vandræðum.

Vorum búinn að panta á nokkrum frægum veitingastöðum áður en lagt var af stað út. Sá fyrsti var einn vinsælasti smáréttastaðurinn á manhattan. Sá næsti var mjög vinsæll meðal hins almenna New york búa. Síðan ætluðum við á steikhús Michael Jordan en ekkert varð úr því þar sem að tímasetninginn skaraðist á við söngleikinn sem að við fórum á. Fórum á sunnudagskvöldinu á þann indverska stað sem hæstu einkunn fékk miðað við michelin stjörnu skalann og hann var í einu orði sagt stórkostlegur.

Broadway söngleikurinn sem farið var á var Lion King með tónlist eftir Elton John og Tim Rice og var mikið sjónarspil. Lýsing var mikið notuð til þess að ná flottum effectum og frábærir búningar sem gerðu þessa sýningu þá flottustu sem ég hef farið á en þó held ég að börnin hafi mest gaman af henni vegna þess hve keimlíkt handritið er bíómyndinni.

Ég gekk um manhattan þvert og endilangt og hafði gaman að. Fórum á littlu ítalíu, kínahverfið, Hells kitchen ásamt því að skoða rockefeller háhýsið sem er rétt tæplega 300 m. hátt. Gerði líka tilraun til þess að komast inn í náttúrusafnið en hitti á annatíma og því gekk ekki að fara þangað inn í þetta skiptið. Geri það örugglega í næsta skiptið.

Það er óhætt að segja að maður hafi kolfallið fyrir stóra eplinu og verður örugglega farið þangað fljótlega aftur. Gallinn við borgina er hátt verðlag og kostar flöskubjór á veitingastað frá 6 og upp í 10 dollara. Eins er ekki sniðugt að verlsa í miðri manhattan en 40 mín ferðalag til New jersey í stórt mall þar að þá finnur maður lág verð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 886

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband