Frábær ferð til New york

Það eru náttúrulega mikil viðbrigði að koma frá stóra eplinu til litla Íslands. Það varð einhvernveginn allt svo lítið hérna. En mikið var gaman þarna úti. Borgin, þrátt fyrir stærð sína og hraða, er vinaleg, skemmtileg og flestir tilbúnir að aðstoða þig ef að þú ert í einhverjum vandræðum.

Vorum búinn að panta á nokkrum frægum veitingastöðum áður en lagt var af stað út. Sá fyrsti var einn vinsælasti smáréttastaðurinn á manhattan. Sá næsti var mjög vinsæll meðal hins almenna New york búa. Síðan ætluðum við á steikhús Michael Jordan en ekkert varð úr því þar sem að tímasetninginn skaraðist á við söngleikinn sem að við fórum á. Fórum á sunnudagskvöldinu á þann indverska stað sem hæstu einkunn fékk miðað við michelin stjörnu skalann og hann var í einu orði sagt stórkostlegur.

Broadway söngleikurinn sem farið var á var Lion King með tónlist eftir Elton John og Tim Rice og var mikið sjónarspil. Lýsing var mikið notuð til þess að ná flottum effectum og frábærir búningar sem gerðu þessa sýningu þá flottustu sem ég hef farið á en þó held ég að börnin hafi mest gaman af henni vegna þess hve keimlíkt handritið er bíómyndinni.

Ég gekk um manhattan þvert og endilangt og hafði gaman að. Fórum á littlu ítalíu, kínahverfið, Hells kitchen ásamt því að skoða rockefeller háhýsið sem er rétt tæplega 300 m. hátt. Gerði líka tilraun til þess að komast inn í náttúrusafnið en hitti á annatíma og því gekk ekki að fara þangað inn í þetta skiptið. Geri það örugglega í næsta skiptið.

Það er óhætt að segja að maður hafi kolfallið fyrir stóra eplinu og verður örugglega farið þangað fljótlega aftur. Gallinn við borgina er hátt verðlag og kostar flöskubjór á veitingastað frá 6 og upp í 10 dollara. Eins er ekki sniðugt að verlsa í miðri manhattan en 40 mín ferðalag til New jersey í stórt mall þar að þá finnur maður lág verð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HVA!! ertu hættur að blogga um enska boltan?

Ólafur Tryggvason, 13.5.2008 kl. 21:56

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Átt þú ekki að kommenta á bloggfærsluna hér að ofan? Annars sá ég lítið af síðustu umferðinni þannig að ekki er ég ritfær um hana nema kannski um úrslitin.

Pétur Kristinsson, 14.5.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Maður hefði haldið að svona harður fótboltakall hefði gert upp leiktíðina, en það er svo sem skiljanlegt þar sem það er ekkert upp að gera þar sem þið unnuð ekki neitt.

Ólafur Tryggvason, 15.5.2008 kl. 20:06

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Það er svo sem ekkert merkilegt við leiktíðina hjá okkur nema að við gerðum alltof mörg jafntefli og þau eru að stigum ekki nema einn þriðji af sigri. Annars var liðið yfir heildina að spila ágætlega og hefur verið að hala inn fleiri og fleiri stig undir stjórn Benítes.

Pétur Kristinsson, 15.5.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband