23.4.2008 | 14:55
Hvor aðilinn var stjórnlaus? Löggan eða bílstjórar?
Erlendur vinnufélagi minn benti mér á það í morgun þegar að þessar ótrúlegu myndir birtust í sjónvarpinu að öll faðir hans, systir og maðurinn hennar væru öll lögregluþjónar í Berlín. Þar skipti öllu máli að reyna að róa mótmælendur en ekki að hleypa öllu upp eins og löggan gerði í þessu tilfelli. Frásögn stúlku af ofbeldi löggunnar gagnvart einstaklingnum sem grýtti lögguna er ekki til þess að bæta málstað löggunnar. Það að nota táragas gegn krökkum og konum lýsir því vel í hvaða tilgangi löggan kom þarna uppeftir í dag. Það þarf enginn að koma hingað og segja mér að ekki hefði verið hægt að sjattla málin með rólegri hætti.
Ég er ansi hræddur um að það sem hefst upp úr þessu dæmalausa rugli hjá löggunni er að mótmælendur komi til með að beita harkalegri aðgerðum og samstarfi við lögguna varðandi mótmæli í framtíðinni verður ekki haft. Greinilegt að þessi stóra "aðgerð" löggunnar hafi komið að ofan og væntanlega þá frá Birni Bjarnasyni sem hefur greinilega viljað notað tækifærið til þess að sjá "herinn" sinn (Hinu einu sönnu ofbeldisseggi og æsingarmenn) í aksjón. Kannski fær hann tækifæri til þess að nýta myndbrot af þessum atburðum í nýja Bruce Willis mynd.
Virðing mín fyrir löggunni beið mikinn hnekk í dag og þeir þurfa að koma fram opinberlega og biðjast afsökunar á athæfi sínu þarna upp frá. Ég er þó ekki að afsaka þá sem svöruðu löggunni með ofbeldi enda er ég eindreginn andstæðingur ofbeldis.
Mótmælin virtust stjórnlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
humm - gleymdirðu ekki að blogga um leikinn í gær?
Ólafur Tryggvason, 23.4.2008 kl. 15:05
Halló, halló!. Er ekki rétt að anda með nefinu og telja upp á svona hundrað eða svo? " Væri ekki rétt að fólk sparaði aðeins fúkyrðin í garð lögreglunnar og þeirra einstaklinga sem þeim störfum sinna. Á að leyfa hér algert kaos og að fólk komist upp með hvað sem er? Þvílík múgsefjun og vitleysisgangur sem þetta er allt saman að verða. Fusssumsvei
Halldór Egill Guðnason, 23.4.2008 kl. 15:05
Já... litlu sófafasistarnir á mbl.is ráða sér ekki fyrir kæti. Loksins fær löggann að nota mace og óeirðaskildina sína... gaman gaman!
Jón Ragnarsson, 23.4.2008 kl. 15:10
Hvaða fúkyrði sérð þú í greininni? Ég er að benda á hér að ofan að löggan hefði getað unnið þetta á mun farsælli hátt og benti á starfsaðferðir löggunnar úti í Berlín máli mínu til stuðnings. Þetta ofbeldi sem að sást þarna á að vera sú aðgerð sem á að beita ef allar aðrar aðgerðir bregðast. Löggan á aldrei að fara í stríð við almenning.
Pétur Kristinsson, 23.4.2008 kl. 15:12
Ég hef einmitt tekið þátt í mótmælum gegn nýnasistum í Berlín og jafnvel þó að mörghundruð manns söfnuðust saman í misfriðsamlegum tilgangi (bæði and-fasistar og fasistar) tókst lögreglunni að halda hlutunum ótrúlega rólegum með satt að segja aðdáunarverðum vinnibrögðum.
Það er eitthvað annað uppi á teningnum hérna þar sem bílstjórar og verkafólk í kaffipásu er tekið og snúið niður og gasað um hábjartan dag. Það ætti að senda þessa "óeyrðasveit" til Þýskalands á námskeið í hópsálfræði.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:16
Eina múgsefjunin sem er í gangi er af hendi lögreglumanna... Það er ekki í verkahring lögreglunar aðtaka þátt í slagsmálum. Það er stjórnarskrárbundinn réttur minn, sem og þinn að mótmæla þegar þér finnst á þér brotið, að lögrelgan ætli sér að stoppa það með ofbeldi og líkamsmeiðingum er fyrir neðan allar hellur og brot á mínum réttindum sem íslenskum ríkisborgara.
Það er ekkert sem réttlætir grjótkast í lögreglu þó, en það er algjörlega lögreglunar að koma i veg fyrir að það svo mikið sem gerist. Að lögreglan skuli fara fram með slíku offorsi sem hún svo sannarlega gerði í morgun og vaða yfir fólk, bókstaflega. Sparka í liggjandi mann og snúandi fólk niður í götuna sem hafði ekkert brotið af sér, nema einfaldlega að vera á staðnum er lögreglunni til minnkunnar, og sýnir að þeir sem þarna voru eru ekki starfi sínu vaxnir.
Það að lögreglan mæti á staðinn með víkingasveit og óeyrðalögreglu sýnir svo ekki verður um villst hvað lögreglan ætlaði sér algjörlega frá upphafi. Það er skömm af þessu öllu saman.
Signý, 23.4.2008 kl. 15:17
Eins og úr mínum munni mælt Signý. Hárrétt sem að þú bendir á að þegar að löggan mætti með víkingasveitina hans Björns Willis að þá var ljóst í hvað stefndi.
Geðsjúklingurinn sem öskraði GAS, GAS, GAS á eftir að sitja í mínu minni lengi. Talandi um stjórnleysi
Pétur Kristinsson, 23.4.2008 kl. 15:22
Gunnar Hrafn. Verkafólk í kaffipásu???
Ertu ekki að grínast?
Guðrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:23
Nei, Guðrún, ég er ekki að grínast. Vinur minn var t.d. að keyra þarna rétt hjá í hádeginu að fá sér samloku, lagði og rölti á svæðið til að sjá hvað var að gerast. Það voru margir í svipuðum leiðangri.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:28
Það var akkúrat þetta sem þessar aðgerðir löggunnar gerðu. Drógu að sér athygli og margmenni sem ekkert hafði þarna að gera nema að fylgjast með og dragast svo inn í atburðarrásina.
Pétur Kristinsson, 23.4.2008 kl. 15:35
Bara svona af því að sumir á blogginu virðast nánast vera á launum við að misskilja fólk þá fordæmi ég að sjálfsögðu grjótkast og annað ofbeldi gagnvart lögreglu og öðrum. Það þarf hins vegar að fara að æstum hóp með allt öðrum hætti en var gert í dag, hópsálfræði gefur gagnast mörgum lögreglumanninum vel úti í heimi.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:36
Einmitt, Pétur.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:37
Signý, "Það er stjórnarskrárbundinn réttur minn, sem og þinn að mótmæla þegar þér finnst á þér brotið, "
Þetta er alveg rétt svo framarlega að þú brjótir ekki á öðrum í leiðinni.
Værir þú t.d. sátt við að ég mótmælti háu matarverði með því að koma í veg fyrir að þú kæmist heim til þín í fleiri klukkutíma? Vinur minn komst ekki heim til sín (býr á Selfossi) út af þessum skrípalátum í bílstjórunum.
Held að þessir bílstjórar mættu aðeins hugsa sinn gang, fann til með þeim fyrst en ekki lengur. Styð lögregluna heilshugar, þótt ég geti ekki fullyrt um hvort þeir hefðu getað gert þetta á penni hátt.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 15:52
Það var á engum brotið nema þeim sem mótmæltu í dag. Menn handteknir fyrir að tala, meisaðir fyrir að standa kjurrir, sparkað í liggjandi menn og menn barðir fyrir engar sakir.
Greyið vinur þinn að hafa ekki komist heim til sín á réttum tíma... konan hans hefur eflaust skammað hann. En þar sem ég bý nú í Reykjavík þá mátti ég þola það nokkra daga í röð að sitja föst á gatnamótum kringlumýrarbrautar og miklubrautar... þannig að ég hef alveg "lent" í mótmælum þessara manna. Ég hinsvegar skil gremjuna, og ég stend enn með vörubílstjórum í því sem þeir gera.
Aðgerðir lögreglunnar voru hinsvegar fyrir neðan allar hellur, og allir sem hrofðu á sjónvarp í dag á fréttir sáu það, nema viðkomandi sé blindur, að það var enginn með yfirgang eða dólgshátt nema lögreglan. Það er stórfurðulegt að mótmæli sem staðið hafa í þetta langan tíma og alltaf hefur verið hægt að leysa án mikilla vandkvæða skuli enda svona eins og þau gerðu í dag. Spurningin er afhverju? og hvaðan kom skipunin um að meisa saklausa skólakrakka, sem og alla þá sem voru þarna á allt öðrum forsendum en þeim að mótmæla einhverju?...
Einn maður ætti þó að vera sáttur við störf sinna manna, Björn Bjarna hefur ábyggilega fengið standpínu þegar lögreglumaðurinn hljóp öskrandi um allt eins og fáviti öskrandi GAS GAS GAS!!! meiru fíflinn...
Signý, 23.4.2008 kl. 17:49
löggan loksins komin í feitt ....hehe...segi svona.....;) nei nei mér finnst svo sem að þetta fólk mætti róa sig, finnst svo sem engin virðing sýnd lögreglunni á 'Islandi , það má vaða yfir hana en ef hún gerir eitthvað á móti...... byðjið fyrir ykkur
Guðrún Fanney Einarsdóttir, 23.4.2008 kl. 18:41
Það er ekki stjórnarskrárbundinn rétur okkar að mótmæla, með því að brjóta lög! Það var marg búið að reyna að tala þessa menn til og fá þá til að hætta lögbrotum, gefa þeim í nefið meira að segja.
Ég held að trukkabílstjórarnir hugsi sig tvisvar um áður en þeir grípa til aðgerða næst.... ef það verður eitthvað næst hjá þeim. Og þar með höfum við réttlætingu á aðgerðum lögreglunnar.
Þið er alltaf talað um lögguna eins og þeir séu hálfvitar. Þetta er bara fólk í vinnunni sinni og ósennilegt að í stéttinni séu fleiri bjánar en almennt gengur og gerist meðal þjóðarinnar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 02:27
Já fínt, og þar með er það hér með ákveðið að vegna þess að ekki má mótmæla á gráu svæði verður Ísland áfram dýrasta land í heimi.
Við erum að horfa á þá stöðu að unga fólkið getur ekki farið að búa án þess að stórkostleg fjárhagsaðstoð komi utanaðfrá. Enn eru enginn teikn á lofti um að fólk sem ekki átti möguleika á því að hefja sína útgerð, eins og fólk 20 - 40 árum eldra en það er, komist af stað í þeirri grein.
Löggan er kannski enginn sökudólgur þarna en látum ekki slá ryki í augun á okkur. Það er verið að reyna að berjast fyrir því að við séum sambærileg við nágrannaþjóðir okkar og eins og staðan er í dag á leigumarkaði, fasteignamarkaði, smásölu, byggingavörum, bankamálum, o.fl. að þá skil ég þessa "grunnhyggnu" bílstjóra sem þó hafa vakið okkur af dvalanum um það að það er allt í lagi að mótmæla óréttlæti. Við eigum ekkert að vera dýrari en nágrannaþjóðirnar því að við erum svo rík. Þessa lokasetningu þekkjum við frá núverandi stjórnarflokki sem hefur verið við völd frá 1990.
Pétur Kristinsson, 1.5.2008 kl. 02:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.