Týpískt með lögguna.

Þegar menn mótmæla einhverju óréttlátu á þessum klaka þarf löggan alltaf að fara í lögguleik. Vissulega var þetta lögbrot en ég held að flestir styðji þessar aðgerðir því að það finnst örugglega öllum þetta olíuverð vera komið út fyrir öll velsæmismörk. Munið hvernig löggan hegðaði sér þegar að falun gong og fleiri voru að mótmæla mannréttindabrotum í Kína þegar að einhverjir háttsettir þaðan heimsóttu okkur fyrir nokkrum árum? Þar voru menn ekki einu sinni að fremja lögbrot.

Best væri eins og sagt hefur verið annars staðar að fara að sýna víðtækari stuðning við bílstjórana, þeir eru jú að berjast fyrir því að olíuverðið verði lækkað og flest erum við að kaupa þessa olíu.


mbl.is Handalögmál í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skelfing ertu þroskaheftur greyið mitt. Þetta snýst ekkert um óréttlæti eða "lögguleik". Lögreglan er til að halda uppi lögum og reglu og ber að bregðast við þessu. Þetta er jú lögbrot, eins og þú bendir sjálfur á og þessir menn eiga að hlýða þeim fyrirmælum sem þeim eru gefin.

Róbert (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:48

2 identicon

Hvurslags ruglubullukollur ert þú Pétur? Að skammast í mönnum fyrir að vinna vinnuna sína. Löggan fer ekki í lögguleik. Það er hennar hlutverk að halda uppi lögum í landinu. Og ef einhver brýtur lögin þá er það skylda hennar að grípa inn í, sama hversu mikla samúð hún hefur með málstaðnum.

Klemmi (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:59

3 identicon

Sammála þér Pétur. Jón Geir var líka sá sem gerðist lögbrjótur í Falun Gong dæminu þegar hann lamdi á fréttamönnum. Hef aldrei borið virðingu fyrir Jón Geir síðan.

Ívar (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 13:19

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég held að fyrsta setningin segi allt sem segja þurfi um þig Róbert minn. Ég vissi alveg af því að þetta er lögbrot en yfirmenn löggunnar hefðu alveg getað tekið á þessu máli öðruvísi og jafnvel brugðist seint og illa við vegna þess að þarna er loksins verið að mótmæla með þeim hætti að tekið er eftir og með stærstan hluta þjóðarinnar með sér.

Ég nenni ekki í neinar hártoganir við menn sem geta ekki svarað fyrir sig nema með skætingi og leiðindum. Ummæli slíkra manna segja allt um á hvaða vitsmunastigi þeir eru og dæma sig sjálf

Pétur Kristinsson, 31.3.2008 kl. 14:01

5 identicon

Mótmæli
Hingað og ekki lengra!

Fylkjum liði og mætum gangandi, hjólandi eða akandi á Austurvöll þriðjudaginn 1. apríl kl. 16
Fyllum miðbæinn og sýnum samstöðu í verki.
Við, hinir almennu borgarar, fjölskyldufólk, bíleigendur, atvinnubílstjórar og aðrir sem láta sig málið varða, skorum á stjórnvöld og olíufélögin til að lækka álögur á eldsneyti STRAX, burtséð frá verði á heimsmarkaði og gengi krónunnar.

4x4 (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 14:55

6 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég læt sjá mig þarna, þetta ástand getur ekki varað svona mikið lengur.

Pétur Kristinsson, 31.3.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Knoll og tott, þið þarna "Róbert í Klemmu" - held að þið hafið ruglast og tekið lýsistöflur í staðinn fyrir prózakið ykkar í morgun og því eitthvað er óveðrið í hausnum á ykkur að slá út fyrir ykkur.

Ef þið þarna "tveir með öllu" væruð að keyra um í Trabantinum ykkar og hann skyndilega yrði eldsneytislaus út á miðri götu - teljið þið að löggan komi bara og styngi ykkur í steininn af því það er bannað að leggja úti á miðri götu!

Annars finnst mér Árni Friðleifs hafa tekið vel á þessu á vettvangi og ekkert upp á það að klaga, en það virðist oft vera þegar Geir Jón mæti á svæðið þá fari einhvern Riddarasláttur í gang.

Ólafur Tryggvason, 31.3.2008 kl. 15:48

8 identicon

LOL....djö er þetta fyndið hvað menn þurfa alltaf að tjá sig um lögguna...ég held að Ívar ætti að flétta upp nöfnum áður en hann byrjar að tafsa, umræddur maður heitir Geir Jón en ekki Jón Geir...þessi mótmæli eru bara snilld og ég mótmæli allur

Óli ég hélt að lýsi væri allra meina bót!!

þórir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 15:58

9 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Alltof mikið af fíflum með minnimáttarkennd í lögregluliði landsmanna, Geir Jón er eitt af þeim.

Er afar ánægður með þessi mótmæli og vildi að landsmenn flestir væru duglegri við það, af nægu er að taka til að mótmæla, t.d stjórnmálasambandi við þá stríðsglæpamenn sem stjórna bandaríkjunum nú um stundir, athugið að þetta pakk með Bush fremstann í flokki verður í framtíðinni sett á bekk með Hitler, Stalín og álíka röftum.

Georg P Sveinbjörnsson, 31.3.2008 kl. 16:44

10 identicon

Sammála Georg

Eins og það sé ekki eitthvað óréttlátara en olíuverð sem þurfi að mótmæla og að setja samamsem merki á milli ólöglegra mótmæla við olíuverði við lögleg mótmæli við mannréttidabrotum er bara hlægilegt

Smári Ólafsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:01

11 Smámynd: Pétur Kristinsson

OK, af því að það eru brýnni mál sem þarf að mótmæla að þá má ekki mótmæla háu olíuverði. Samansemmerkið er einfalt að löggan leyfir ekki mótmæli ólögleg eða lögleg. Þeir hafa sýnt það í þessum tveimur tilfellum og orðið sér til minnkunar að mínu mati.

Pétur Kristinsson, 31.3.2008 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband