27.2.2008 | 01:01
Hayseed Dixie
Kíkti á tónleikana á sunnudagskvöldið á NASA. Tónleikarnir hófust með Dr. Gunna og félögum og var kallinn bara nokkuð ferskur og endaði sitt prógramm með því að kalla Óttarr Proppé upp á svið og tók þar júróvisjónlagið sitt. Fínt framlag en passaði kannski ekkert sérstaklega vel inní svona kántrý-blúgrass tónleika.
Næstir á svið voru Baggalútur ásamt þeim Guðmundi Péturssyni og Dan Cassidy og náðu þeir að kynda ágætlega undir áhorfendum með smellum af kántrýplötunum sínum ásamt hæfilegum skammt af gríni á sviðinu. Hljómsveitin er ágætlega spilandi enda eru þarna Dan og Guðmundur ásamt að ég held 2 meðlimum úr Hjálmum.
Þegar að þarna var komið hófst biðin eftir Hayseed og var hún ansi löng enda tók langan tíma að stilla hljóðfæri ásamt því að því virtist að ná þeim í samband. En eftir ca. 20 mínútna bið hófust tónleikar Hayseed. Það efni sem að ég hafði heyrt með þeim hingað til gaf til kynna að ég myndi heyra blúgrass útgáfur af AC/DC og Kiss ásamt fleiri rokksveitum en þeir luma líka á eigin efni sem að er ekkert síður skemmtilegt og að mínu mati var það efni það sem mér er eftirminnilegast. Þetta eru miklir húmoristar sem að taka greinilega lífinu ekkert of alvarlega og eru algjörir snillingar á sín hljóðfæri enda voru þeir ekkert feimnir við að sýna okkur leikni sýna á sín hljóðfæri. Bassaleikarinn var sannkallaður bassafantur, maður mikill burðum og með mikið skegg sem að Sveinbjörn Beinteinssson hefði verið afar stoltur af. Banjóleikarinn er mikill snillingur og sýndi það best í lokalaginu þegar að þeir tóku the dueling banjos úr deliverence, frábær endir þar. Söngvarinn og sögumaður kvöldsins var frábær gítarleikari og greip endrum og eins í fiðluna og gerði það með stæl. Síðastur en ekki sístur var mandólínleikari sveitarinnar sem að var alger galdramaður á sitt hljóðfæri.
Sem dæmi um hugmyndaflug sveitarinnar var að eitt af frumsömdu lögum sveitarinnar fjallaði um svokallaða óskalista hljómsveita fyrir tónleika. Sumir þurfa þessar áfengistegundir og alls konar séróskir sem að of langt mál er að telja upp hér. En lagið fjallaði um séróskir hayseed sem að eru mjög einfaldar: 2 kassa af bjór og ís til að kæla hann og 4 monitor mixer svo að þeir geti pluggað sig við kerfið. Snilld.
Þetta voru frábærir tónleikar enda ekki á hverjum degi sem að við fáum jafnfæra hljóðfæraleikara hingað á þetta sker ásamt því að vera jafnlíflegir og þeir voru.
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1038
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg hreint ótrúlegt kveld sem mun lifa lengi í minningunni.
Bara Steini, 27.2.2008 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.