Færsluflokkur: Bloggar

Skelfilegur hausverkur.

Og ekki bætir úr skák að klukkan er að verða þrjú og lítið eftir af deginum. Hafði hugsað mér að kíkja á Indiana Jones í dag en varla verður úr því þar sem að heilsan hefur sjaldnast verið verri af völdum áfengisneyslu á minni stuttu ævi. Það eina sem gengur á þessum gullfallega degi er góður skammtur af hausverkjatöflum og earl grey te. Ekki fæ ég mér afréttara þar sem hætt er við að hann komi öfugur upp úr mér aftur en kannski spurning um að leggjast aftur í koju og reyna að geyma þetta heilsuleysi í óminni svefsins.

 Kvöldið í gær var s.s. vel heppnað enda var múgur manns hérna og mikil stemmning og var konan ánægð með sínar gjafir og fólkið sem mætti til þess að skemmta sér og ýmislegt var brallað. Innibombur voru sprengdar, kampavín opnað, boðið var upp á mexikanskt fajitas með alles yfir eurovision, kaffi og koníak á eftir þannig að enginn var svikinn af þessu kvöldi.

En eins og sagt var í Waynes world og á vel við mig "Phil, you partyid out again" . Mitt loforð á þessum fallega degi er. Ég mun ekki bragða það fyrr en í fyrsta lagi næstu helgi.


Dagurinn í dag.

Það er óhætt að segja að mikið stendur til í dag. Konan ætlar að halda upp á 35 ára afmælið sitt ásamt því að kíkt verður á júróvisjón. Ég ætla að kíkja niður á snókerstofu og taka nokkra leiki með strákunum og fá sér einn eða tvo öl.

Síðan verður farið heim og gert klárt fyrir veisluna og ætlar konan að útbúa mexikanskt og Jón Páll skuðmunkur mun koma hérna kl. 1800 og byrja að útbúa fordrykkina. Maðurinn er einhver mesti kokteilsnillingur landsins. Við reiknum með 20 til 25 manns í kvöld og verður alveg örugglega svaka stuð. Svona að lokum fyrir Einar Braga, eitt lag til þess að kynda fyrir helgina.

Eru ekki allir í stuði með Guði?


Hér má lesa gagnrýni fólks af götunni.

Og það virðist vera almenn ánægja með myndina. Maður verður að viðurkenna að það er kominn smá spenna fyrir þessari mynd.

http://www.imdb.com/title/tt0367882/usercomments


mbl.is Indiana Jones fær góða dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til lukku Hemmi

Gaman að sjá Íslending lyfta þessari dollu. Það verður forvitnilegt að sjá þetta lið í evrópukeppninni á næsta tímabili. Þetta er öflugt lið með öflugan stjóra og gaman að sjá Hemma í liði sem er ekki í fallbaráttunni. Að mínu áliti öflugur leikmaður sem á heima í alvöru liði í úrvalsdeildinni.
mbl.is Um 200 þúsund fagna Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þessir menn eru hálaunamenn.

Þannig að maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki hefði verið vit í að setja þessa peninga í eitthvað nytsamlegra. T.d. að setja læknana á neyðarbílana eða að bæta þjónustuna á spítölunum sem gætu þá stytt biðlista og fækkað lokunum á deildum. Nei, þeir sem ráða hérna telja meiri þörf á því að menn sem eiga þó nóg milli hnífs og skeiðar fái enn meira í sinn vasa.

Athygli vekur að ekki einn af þessum mönnum hefur afþakkað þessi eftirlaun sem sýnir okkur hve lár siðferðisstuðull þessara manna er. Og enn hefur samfylkingin ekki efnt sitt loforð um afnám þessara ólaga.


mbl.is 164 fyrrum ráðherrar og þingmenn fá eftirlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær ferð til New york

Það eru náttúrulega mikil viðbrigði að koma frá stóra eplinu til litla Íslands. Það varð einhvernveginn allt svo lítið hérna. En mikið var gaman þarna úti. Borgin, þrátt fyrir stærð sína og hraða, er vinaleg, skemmtileg og flestir tilbúnir að aðstoða þig ef að þú ert í einhverjum vandræðum.

Vorum búinn að panta á nokkrum frægum veitingastöðum áður en lagt var af stað út. Sá fyrsti var einn vinsælasti smáréttastaðurinn á manhattan. Sá næsti var mjög vinsæll meðal hins almenna New york búa. Síðan ætluðum við á steikhús Michael Jordan en ekkert varð úr því þar sem að tímasetninginn skaraðist á við söngleikinn sem að við fórum á. Fórum á sunnudagskvöldinu á þann indverska stað sem hæstu einkunn fékk miðað við michelin stjörnu skalann og hann var í einu orði sagt stórkostlegur.

Broadway söngleikurinn sem farið var á var Lion King með tónlist eftir Elton John og Tim Rice og var mikið sjónarspil. Lýsing var mikið notuð til þess að ná flottum effectum og frábærir búningar sem gerðu þessa sýningu þá flottustu sem ég hef farið á en þó held ég að börnin hafi mest gaman af henni vegna þess hve keimlíkt handritið er bíómyndinni.

Ég gekk um manhattan þvert og endilangt og hafði gaman að. Fórum á littlu ítalíu, kínahverfið, Hells kitchen ásamt því að skoða rockefeller háhýsið sem er rétt tæplega 300 m. hátt. Gerði líka tilraun til þess að komast inn í náttúrusafnið en hitti á annatíma og því gekk ekki að fara þangað inn í þetta skiptið. Geri það örugglega í næsta skiptið.

Það er óhætt að segja að maður hafi kolfallið fyrir stóra eplinu og verður örugglega farið þangað fljótlega aftur. Gallinn við borgina er hátt verðlag og kostar flöskubjór á veitingastað frá 6 og upp í 10 dollara. Eins er ekki sniðugt að verlsa í miðri manhattan en 40 mín ferðalag til New jersey í stórt mall þar að þá finnur maður lág verð.


Núna er komið að því

midtown-manhattan-city-street

Ætlum að kíkja á New York og mála bæinn rauðann. Verðum einhversstaðar á þessu svæði

Manhattan

Það verður kíkt á veitingahús m.a. veitingahús hans Ramsey sem að er með Hells kitchen þættina og steikhús í eigu Michael Jordan. Það er vonandi að maður rekist á þessa kappa í móttökuni Smile

Og kíkið á þetta myndband í lokin. Vel viðeigandi og gleymt lag frá eighties tímabilinu.


Er þá ekki þjóðhagslega hagkvæmt að hefja strandflutninga?

Þessar tölur eru svo sem ekki nýjar af nálinni og þess vegna er ég ekki að skilja af hverju ríkisstjórnin gerir ekkert í þessum hlutum. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að ýta flutningafélögunum aftur í strandflutninga. Vegakerfið er of viðkvæmt til þess að þola alla þessa þungaflutninga. Ástæðan er að þjóðvegirnir liggja á löngum köflum yfir mýrarsvæði og einnig fara frost og þýða illa með vegina okkar. Flestar nágrannaþjóðir okkar eru laus við þetta vandamál og geta þess vegna mun frekar verið með stóra og þunga bíla á sínum vegum en við þurfum bara að gera þetta öðruvísi.

 Flestir gera sér grein fyrir því að þessir bílar eru stórir og breiðir og passa illa á hina mjóu "hraðbrautir" okkar. Slys gerast þar sem kantar veganna gefa sig undan þunga þessara bíla. Einnig er alltof algengt að sjá þessa bíla með illa frágenginn farm sem skapar hættu fyrir vegfarendur.


mbl.is Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti þetta fólk enga nágranna?

Hefði ekki átt að vakna grunur hjá nágrönnum mannsins þegar að dóttir hans hefur ekki sést í 24 ár? Og er ekki skrýtið að 4 börn komi inn á heimilið en enginn móðir sjáanleg?

Hryllilegt mál og sýnir að mannskepnan er til alls vís og greinilegt hvaða dýr er grimmasta dýr jarðarinnar.


mbl.is Lokaði dóttur sína inni í 24 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona verða menn .........

Þegar að þeir umgangast vælukjóa númer eitt, sörinn. Þetta er farið að verða ansi þreytandi að hlusta á væl manure manna eftir tap leiki. Ættu að einbeita sér frekar að því að ræða um sitt lið og spilamennsku þess. Sörinn talaði um eftir leikinn að þetta hefði ekki verið hendi vegna þess að boltinn var á leið til Rio sultu Ferdinand? Og hvaða máli skiptir það? Akkúrat engu. Það sem skiptir máli að Carrick var með hendina úti og boltinn breytti um stefnu og dómaranum ber þá skyldu til þess að dæma víti.

Núna mega manure menn ekki misstíga sig í leikjunum sem eftir eru því þá verða chel$ky meistarar. Fínt að fá spennu í þetta.


mbl.is Carlos Queiroz: Þarf kannski að skjóta einn okkar niður í teignum til að fá vítaspyrnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband