Færsluflokkur: Bloggar
23.3.2009 | 10:28
Svona tala sannir sigurvegarar.
5-0 sigur á Aston Villa og Benítes vill betri leik minna manna. Þetta er hugarfar sannkallaðs sigurvegara og ég fagna því að þessi meistari sé búinn að skrifa undir nýjan samning við liðið.
Benítez: Við eigum meira inni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2009 | 14:29
Þetta var svo sem auðvitað mál
Erum búnir að vera frábærir í meistaradeildinni en núna vantar að heimfæra þennan árangur á deildina heima fyrir.
Liverpool besta lið Evrópu samkvæmt lista UEFA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2008 | 12:39
LOL.
Undirstrikar þetta ekki það sem svo margir hafa sagt að litli maðurinn í þjóðfélaginu eigi að þrífa upp skítinn eftir hina ríku. Það voru hinir ríku sem komu okkur í þessar ógöngur en eins og sést á stjórnháttum á þessu skeri eru það líka hinir ríku sem halda uppi stjórnarflokkunum og þess vegna má ekki setja á hátekjuskatt á þá.
Svo má líka minnast á að ríkisstjórnin er að loka aftur á þann möguleika að vera með alvöru túrisma hér á landi með því að setja áfengisverð aftur upp í ruglið. Þar að auki er ríkisstjórnin að setja að öllum líkindum mörg veitingahús á hausinn því að það hefur enginn efni á að fara á bar þegar að hálfur líter af bjór fer upp í þúsund kall eða meira. Núna fagna smyglarar, bruggarar og aðrir af þeim meiði. En ekki getur ríkisstjórnin hugsað sér að landinn geti fengið sér í kollu í kreppunni til þess að létta sér lund. Takk fyrir þetta útspil ykkar kæra ríkisstjórn.
Hátekjuskattur bara táknrænn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.11.2008 | 21:36
Önnur ástæða fyrir því að kjósa ekki sjálfstæðisflokkinn.
Hann tekur ekki á sínum spillingarmálum eins og Bjarni Harðar gerði í dag. Hvernig má það vera að Þorgerður Katrín situr enn þegar að hún og hennar maður eru bendlað við eins ljótt mál eins og Kaupþingsmálið? Á hún ekki að fara frá meðan að hún hreinsar sig af öllum grun?
Munið þið eftir Sólveigu Pétursdóttur? Hennar maður var einn af þeim sem stunduðu samráð með sínu olíufélagi. Alltaf sat hún sem ráðherra og síðar sem forseti alþingis þrátt fyrir að hennar maður lægi undir grun. Núna koma einhverjir og segja að hún hafi ekki vitað af þessu eða ekki komið þetta við. Ef að manneskja í hennar stöðu vissi ekki af þessu eða var grunlaus um þetta að þá hefur hún ekki verið að fylgjast með í þjóðfélaginu. Almannarómur vissi af samráði löngu áður en það kom raunverulega upp á yfirborðið þannig að annaðhvort var hún hreinlega bara vitlaus og auðtrúa eða þá hin möguleikinn að hún, í sinni stöðu, vissi af þessu allan tímann.
Af hverju gerir þessi flokkur aldrei neitt þegar að þeirra forystumenn liggja undir grun er mér ráðgáta. Þeir virðast trúa því að almenningur sætti sig endalaust við það að skítnum sé sópað undir mottuna og allir segji OK. Ekki núna enda er fylgið hrunið og Geir segir í viðtölum að ekki sé tilefni til nýrra kosninga í augnablikinu. Nei, betra seinna þegar að D eru búnir að ýta öllum kreppuskítnum undir hina margfrægu mottu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2008 | 09:44
Jæja, ekkert svekkelsi þessa helgi.
Það verður skroppið í bústað um helgina með 15 hressum peyjum úr deja vu. Eflaust verður ástandið í þjóðfélaginu eitthvað rætt en meiri áhersla lögð á fótbolta, drykki, mat, drykki, spil og meiri drykki. Kannski gerir maður eitthvað símaat um helgina.
Uppskriftin er ca. svona.
Föstudagur: mæting um 1300 og fyrsti bjórinn opnaður. Potturinn hreinsaður og gerður klár. Um 1900 verður kvöldmatur a la Óli King og bjór númer 6 opnaður. 2100 verða leikir morgundagsins ræddir og hvernig við ætlum að hrekkja einhvern úr spillingarliðinu með hnyttnum símahrekk
Laugardagur: Ræs um 0930 og manure menn róaðir með öllum tilteknum ráðum fyrir tapleikinn á móti arsenic. Rennt niður á Laugarvatn til þess að horfa á leikinn og mun teningakast ráða því hver lendir í því að vera bílstjóri. Komið heim og úrslitastund í popppunkt tekinn fyrir. Hverjir munu ná að slíta sigurgöngu okkar Óla Kóngs? Erfitt að segja, enda erum við búnir að vinna okkar leiki með talsverðum yfirburðum. Prófað verður nýtt Buzz spil í playstation 3 og verður það frumraun mín í þessari leikjatölvu. 1900 verður kvöldmatur a la Óli King og irish coffee á eftir ásamt kaffi og koníaki. Ekki slæmt ha?
Sunnudagur: Ræs alltof seint með hroðalegri þynnku. Mikið er ég feginn að Hansi sé að keyra heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2008 | 14:20
Ástæða no. 1 fyrir því að kjósa ekki D - Burt með spillingarliðið.
Þetta er flokkurinn sem hefur ekki viljað sýna bókhald síns flokks hingað til enda vilja þeir ekki að fólk sjái hverjir eru bendlaðir við innviði flokksins fjárhagslega og sérstaklega núna þegar að stór hluti af þessu liði er bendlað við stórfellda þjófnaði, fjárdrætti, atlögu að sjálfstæði Íslands og flótti af skerinu með auðinn sinn til annarra landa eins og t.d. Bjarni Ármannsson.
Ennþá er þessi flokkur að hygla sínu fólki í þessu alvarlega ástandi sem hér ríkir eins og ráðning Boga og Valtýs sýndi þrátt fyrir augljósa hagsmuni einstaklinga sem eru þeim nátengdir. Hefur einhver velt því fyrir sér af hverju D lista menn hamra á því núna að ekki sé rétti tíminn til þess að finna sökudólga heldur að leysa efnahagsvandann? Til þess að gefa þessum vinum flokksins tíma til þess að fela auðævi sín, flytja þau úr landi, afskrifa skuldir a la kaupþing. Kannski á dómsmálaráðuneytið að vera í pásu meðan á viðræðum við lánadrottna erlendis stendur. Ekki má nota peninga auðmanna til þess að laga hrikalegt ástand fjármála hér á landi.
Af hverju hafa ekki verið sett lög á þessa menn sem frysta eigur þeirra hérlendis sem erlendis? T.d. kæmi söluandvirði West ham sér vel sem peningur upp í ice save reikningana. Hús Sigurðar Einarssonar í london, þyrla Magnúsar Kristinssonar, sumarhús bakkabræðra í Borgarfirði og svona má lengi áfram telja. Allt þetta myndi minnka komandi álögur á heimili landsins.
Kannski gildir annað um þessa menn en t.d. mig sjálfan. Ég skrifaði upp á fyrir nákominn ættingja og var gerður upp í framhaldi af því. Ég missti heimili mitt, sparifé, bíl en fékk að halda brúðkaupsmyndunum af einhverri vorkunnsemi. Af hverju gildir ekki það sama um þessa menn? Ég vil sjá þeirra eignir ganga upp í ÞEIRRA skuldir alveg eins og hjá mér.
Eitt er alveg á hreinu. Mitt mission meðan að ég bý á þessum klaka verður að ég mun beita öllum mínum áhrifum, kröftum og tíma í að þessir menn borgi sínar skuldir líka. Þeir skulu ekki láta sig dreyma um það að þeir geti búið í slottum, keyrt um á range rover og flogið um á einkaþotum meðan að þeir skulda þjóðinni allt þetta fé.
Sjálfstæðisflokkurinn er greinilega að gefa þessu fólki tíma til þess að koma sínu undan enda búið að borga vel í þennan flokk. Burt með þessa ríkisstjórn strax og seðlabankastjórnina, þetta verður að stoppa strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 20:09
Sannast yfirburðir karlmennskunar
Þetta var svo sem vitað mál að karlmenn sem eru ennþá karlmenn, en ekki mengaðir af feminísku rugli, eru að sjálfsögðu tekjuhærri. Gaman að vita til þess að svitafýla, pungfýla og líkamshár eru ennþá í hávegum. Núna koma femínistarnir allir og bölva mér náttúrulega í sand og ösku en það er nú bara þannig að karlmenn verða að fá að vera karlmenn. Fótbolti, bjór og táfýla er málið. Annars erum við engir karlmenn.
Væntanlega eru þessir menn með heimavinnandi eiginkonur og eru ekkert að passa heima meðan að kella fer í saumaklúbba. Þá er kallinn bara í golfi og sturtar niður nokkrum köldum á eftir. Það er líka mikilvægt að alvöru karlmenn séu með háar tekjur svo hægt sé að kaupa almennilegar þvottavélar svo konan hafi nú almennileg tæki til þess að vinna með eða einfaldlega nógu háar tekjur til þess að hægt sé að hafa einhverja myndarlega heimilishjálp húlalalala.
Þannig auðvitað getur konan haft nægan tíma til þess að hugsa um lookið og stundað ræktina og ljósalampana til þess að líta sem best út þegar að kallinn kemur heim úr vinnu.
Þetta allt saman er femínisminn að eyðileggja hægt en örugglega.
Karlrembur fá hærri laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2008 | 20:49
Klukkaður af King. Alltaf skal ég taka áskorun.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Sjómennska-Málari-Skrifstofustörf-Löndunarkall.
Fjórar bíómyndir sem eru í uppáhaldi:
Hringatrílógían-Green mile-Shawshank redemption-Modern times
Fjórir sjónvarpsþættir sem eru í uppáhaldi
24-Fræðsluefni frá BBC-Fréttir-Íþróttir af flestu tagi
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Rvk-Hafnarfjörður-Vestmannaeyjar eitt sumar-Ólafsfjörður eitt sumar.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Spánn-þýskaland-US of A-Portúgal
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
Liverpool.is-LFChistory.net-Liverpoolfc.tv-kopblog
Fernt sem ég held upp á matarkyns:
Góð nautasteik-Hreindýr-Reyktur lundi-Kjúklingabringur a la Pétur Kristinsson
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Hringadrottinssaga-Bæklingurinn um DVD upptökutækið mitt-Bækurnar um Tom Swift-Bækurnar um Árna frá Hraunkoti.
Fjórir bloggar sem ég ætla að klukka
Sigga Þóra-Gunnar Th. Gunnarsson-Steina Gjé-Einar Bragi Einarsson.
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Á Anfield-Einhversstaðar úti í náttúrunni með stöng eða bara myndavél-Í skóla að læra meira-Uppi í himnaríki að hitta vini og ættingja sem fallið hafa frá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2008 | 08:48
Íþrótt í tilvistarkreppu.
Berbatov er keyptur fyrir 30,75 milljónir punda þrátt fyrir að vera enginn súperstjarna.
Years | Club | App (Gls)* |
19992001 20012006 20062008 2008 | CSKA Sofia Bayer Leverkusen Tottenham Hotspur Manchester United | 154 (69) 70 (27) 0 (0) | 50 (25)
Samtals 274 leikir og 121 mark. Ekkert æðislegt en allt í lagi samt. Tottenham keypti hann á 11 milljónir punda og það finnst mér mun nær eðlilegu verði því það er óhætt að segja að þessi leikmaður hafi ekki tekið neinum stórvægilegum framförum á þessum 3 árum með Tottenham.
Robinho er annar leikmaður sem er keyptur fyrir rúmar 30 milljónir punda. Set spurningamerki við þennan verðmiða líka.
20022005 20052008 2008 | Santos Real Madrid Manchester City | 104 101 (25) 0 (0) | (44)
Hann er með mark í 4 hverjum leik með Real og er þar að auki brassi og þeir hafa allnokkrir floppað í ensku úrvaldsdeildinni. 10 til 15 millur max fyrir þennan leikmann.
Er þetta ekki komið út í algert rugl?
Berbatov og Robinho dýrastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
21.8.2008 | 12:53
Sumarið að enda komið.
Jæja, þá er maður aftur mættur við lyklaborðið eftir viðburðaríkt sumar. Mun gera betur grein fyrir því hvað maður afrekaði þetta annasama sumar. Af nógu er að taka.
Er þó búinn að fylgjast með bloggfærslum vina minna hérna og hafa menn verið misduglegir eins og gengur og gerist.
Allt um sumarið innan skamms.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar