12.12.2008 | 12:39
LOL.
Undirstrikar þetta ekki það sem svo margir hafa sagt að litli maðurinn í þjóðfélaginu eigi að þrífa upp skítinn eftir hina ríku. Það voru hinir ríku sem komu okkur í þessar ógöngur en eins og sést á stjórnháttum á þessu skeri eru það líka hinir ríku sem halda uppi stjórnarflokkunum og þess vegna má ekki setja á hátekjuskatt á þá.
Svo má líka minnast á að ríkisstjórnin er að loka aftur á þann möguleika að vera með alvöru túrisma hér á landi með því að setja áfengisverð aftur upp í ruglið. Þar að auki er ríkisstjórnin að setja að öllum líkindum mörg veitingahús á hausinn því að það hefur enginn efni á að fara á bar þegar að hálfur líter af bjór fer upp í þúsund kall eða meira. Núna fagna smyglarar, bruggarar og aðrir af þeim meiði. En ekki getur ríkisstjórnin hugsað sér að landinn geti fengið sér í kollu í kreppunni til þess að létta sér lund. Takk fyrir þetta útspil ykkar kæra ríkisstjórn.
![]() |
Hátekjuskattur bara táknrænn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agbjarn
-
gongudejavu
-
bakland
-
halo
-
binnan
-
brandarar
-
saxi
-
esv
-
ellyarmanns
-
estro
-
gudnym
-
gudrunfanney1
-
gthg
-
hinrikthor
-
don
-
little-miss-silly
-
jakobsmagg
-
jensgud
-
larahanna
-
loftslag
-
nanna
-
olafurfa
-
king
-
omarragnarsson
-
sedill
-
totally
-
siggathora
-
sigurdurkari
-
steinigje
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
redaxe
-
zuuber
-
thordish
-
doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílíkur hræsnari hún ISG
Manni verður hálf flökurt
. Algjörlega óhæf sem og flestir ef ekki allir í þessari ríkisstjórn og bróðurparturinn af alþingismönnum.
Virðist bara vera þannig að það er eitthvað undirmálslið sem sækist í það að fara í pólitík. Þessi krísa hefur sýnt það svo að ekki er um að villast að þetta fólk er allt "subprime" og fer Geir gunga og þöngulhaus þar fremstur í flokki.
Guðmundur Pétursson, 12.12.2008 kl. 13:02
Hátekjumenn borga nú þegar lang mest í skatta, mundu það. Þetta hugtak hátekjuskattur er þess vegna afstætt. Því hærri tekjur sem þú hefur því meira ertu skattpíndur. Staðreynd.
jon@jonni.is (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:42
Það er rétt hjá þér Jonni en þú gleymir því að hér er verið að sattpína fólk sem ekki hefur efni á meiri skattpíningu en hátekjufólkið hefur það klárlega. Svo má færa rök fyrir því að stór hluti þessa hátekjufólks eigi sök á því sem hér hefur gerst.
Pétur Kristinsson, 12.12.2008 kl. 15:02
Ætti þá ekki einungis þeir hátekjumenn sem eiga sök á ástandinu að fá á sig skattahækkanir? Fólk getur verið hátekjufólk um stund vegna ýmissa ástæðna, t.a.m. getur nýbakað foreldri sem vill gefa barni sínu allt það besta lagt á sig fleiri yfirvinnustundir um hríð og heitið því "hátekjumaður" í einhvern tíma. Ætti foreldrið að gjalda þessa dugnaðar síns?
Blahh (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 02:09
Ef ég man rétt þá var nú hátekjuskatturinn settur á þá sem voru með meðaltekjur ársins yfir einhverju tilteknu marki, þannig að skammtíma yfirvinnuæði mun ekki fleyta fólki þangað upp, sérstaklega ekki ef annað foreldrið neyðist til að vera heima án mikilla tekna síðust vikur meðgöngunnar.
Rukkum ríka pakkið, það er eina fólkið sem á fyrir því að borga þessa viðbót. Ég þverneita að borga sukkið þeirra.
Tómas Þráinsson, 15.12.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.