Önnur ástæða fyrir því að kjósa ekki sjálfstæðisflokkinn.

Hann tekur ekki á sínum spillingarmálum eins og Bjarni Harðar gerði í dag. Hvernig má það vera að Þorgerður Katrín situr enn þegar að hún og hennar maður eru bendlað við eins ljótt mál eins og Kaupþingsmálið? Á hún ekki að fara frá meðan að hún hreinsar sig af öllum grun?

Munið þið eftir Sólveigu Pétursdóttur? Hennar maður var einn af þeim sem stunduðu samráð með sínu olíufélagi. Alltaf sat hún sem ráðherra og síðar sem forseti alþingis þrátt fyrir að hennar maður lægi undir grun. Núna koma einhverjir og segja að hún hafi ekki vitað af þessu eða ekki komið þetta við. Ef að manneskja í hennar stöðu vissi ekki af þessu eða var grunlaus um þetta að þá hefur hún ekki verið að fylgjast með í þjóðfélaginu. Almannarómur vissi af samráði löngu áður en það kom raunverulega upp á yfirborðið þannig að annaðhvort var hún hreinlega bara vitlaus og auðtrúa eða þá hin möguleikinn að hún, í sinni stöðu, vissi af þessu allan tímann.

Af hverju gerir þessi flokkur aldrei neitt þegar að þeirra forystumenn liggja undir grun er mér ráðgáta. Þeir virðast trúa því að almenningur sætti sig endalaust við það að skítnum sé sópað undir mottuna og allir segji OK. Ekki núna enda er fylgið hrunið og Geir segir í viðtölum að ekki sé tilefni til nýrra kosninga í augnablikinu. Nei, betra seinna þegar að D eru  búnir að ýta öllum kreppuskítnum undir hina margfrægu mottu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ekki segja mér að þú sért GRÆNN

Ómar Ingi, 11.11.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Nei, alls ekki en búinn að fá mig fullsaddann af bullinu sem er í gangi hér á landi. Er meira að segja mjög hægrisinnaður en sú stefna var bara rekinn hér á landi fyrir fáa útvalda. Fer ekki saman við það sem Adam Smith setti á blað hér forðum.

Pétur Kristinsson, 11.11.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Isis

Í guðana bænum ekki fara að agitera fyrir framsóknarflokknum þó svo að það hafi verið einn maður þar með snefil af samvisku...

Framsóknarflokkurinn er ekkert skárri en sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að spillingu og sérhagsmununum... Reyndar er framsóknarflokkurinn alræmdur fyrir sína klíkupólitík... ekki er það nú mikið skárra...

Nei... á þessu landi er ekki til sá flokkur sem hægt er að kjósa með góðri samvisku. Allt sami skíturinn... enda lítill munur á kúk og skít eins og maðurinn sagði... 

I have spoken!.. 

Isis, 12.11.2008 kl. 00:40

4 Smámynd: Pétur Kristinsson

Nei, Isis. Fyrr mun ég dauður liggja áður en ég agiteri fyrir maddömu framsókn. Hins vegar vil ég sjá menn taka ábyrgð á sínum gerðum eins og Bjarni gerði og það finnst mér virðingarvert.

Góður punktur hjá þér með flokkana að erfitt sé að finna flokk með hreina samvisku og kannski þess vegna ættum við að taka upp kosningar sem snúast um það að maður kjósi einstaklinga til alþingis með sjálfstæðar skoðanir og án tengsla við flokka.

Það gæti verið sterkur leikur að stokka upp stjórnkerfið hérna þegar að hlutirnir fara að róast hérna t.d. að koma með raunverulega þrískiptingu valdsins sem viðgengst ekki hér á landi.

Pétur Kristinsson, 12.11.2008 kl. 12:32

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason

frusss - að einhver skuli taka þig alvarlega í þessari tilraun þinni til að vera málefnalegur í tengslum við stjórmál og kreppu, maður sem heldur opinberlega með lúserpúl - LOL -

Ólafur Tryggvason, 15.11.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband