3.9.2008 | 08:48
Íþrótt í tilvistarkreppu.
Berbatov er keyptur fyrir 30,75 milljónir punda þrátt fyrir að vera enginn súperstjarna.
Years | Club | App (Gls)* |
19992001 20012006 20062008 2008 | CSKA Sofia Bayer Leverkusen Tottenham Hotspur Manchester United | 154 (69) 70 (27) 0 (0) | 50 (25)
Samtals 274 leikir og 121 mark. Ekkert æðislegt en allt í lagi samt. Tottenham keypti hann á 11 milljónir punda og það finnst mér mun nær eðlilegu verði því það er óhætt að segja að þessi leikmaður hafi ekki tekið neinum stórvægilegum framförum á þessum 3 árum með Tottenham.
Robinho er annar leikmaður sem er keyptur fyrir rúmar 30 milljónir punda. Set spurningamerki við þennan verðmiða líka.
20022005 20052008 2008 | Santos Real Madrid Manchester City | 104 101 (25) 0 (0) | (44)
Hann er með mark í 4 hverjum leik með Real og er þar að auki brassi og þeir hafa allnokkrir floppað í ensku úrvaldsdeildinni. 10 til 15 millur max fyrir þennan leikmann.
Er þetta ekki komið út í algert rugl?
Berbatov og Robinho dýrastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mörkin segja ekki allt, hann er frábær spilari líka. Er hann ekki eiginlega miðjumaður, a.m.k. framlyggjandi miðjumaður frekar en á toppnum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 18:09
þ.e. Berbatov.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 18:09
Hann er kannski ekki miðjumaður en hann er framherji sem líkist meira Eið eins og hann var þegar hann var með Hasselbaink.
Pétur Kristinsson, 4.9.2008 kl. 19:47
þetta ritfrí hefur greinilega farið illa í þig þar sem flest þessa dagana kemur út úr rassgatinu á þér -
Það er nú langt frá því að vera nýlunda að MAN UTD þurfi að borga yfirverð fyrir leikmenn því fest breytist í gull sem þetta strólið falast eftir.
En áttum okkur á nokkrum hlutum.
#1 Torres vinur þinn var færður á milli félaga fyrir allt að 27milj punda (ekki man ég eftir þér rassast yfir því. Það er talið að Berba hefði farið á 22 -25 milj pund ef Sjittí hefði ekki farið að skipta sér af, þar erum við klárlega að tala um verð sem er nærri því að vera sanngjarnt fyrir Berba
#2 Torres er þrem árum yngri en Berba
#3 Torres er með 107 mörk í 250 leikjum sem gerir 43% torres en ATH berba er með 44%. En ef þú tekur bara rekkord torres á Spáni erum við að tala um 38% - þarna sjáum við í hvaða gæðafloki Pési dæmir Torres!! "Ekkert æðislegt en allt í lagi samt"
#4 Ef við tökum landsliðsferilinn - þá er það Torres 65/20 = 31% vs Berba 65/34 = 52%
Ég held pési að þú ættir að spara stóru orðin þegar þú ert að tjá þig um Berba, en eitt getum við verið sammála um og það er að Berba var of dýr en það er augljósar ástæður fyrir því.
Ólafur Tryggvason, 4.9.2008 kl. 22:11
Enginn stór orð voru notuð um Berba nema það sem allir vita að hann á enn eftir að sanna sig sem heimsklassastriker. Enginn furða þar sem að hann hefur ekki enn spilað með stóru liði.
Varðandi Torres að þá er markarecordið hans á spáni ekkert stórkostlegt en það kemur til af því að hann var að koma inn í aðalliðið 17 ára og var ekki fastur byrjunarliðsmaður fyrstu 2 árin. En um leið og hann fór að vera fastur byrjunarliðsmaður var hann farinn að salla inn mörkum. Recordið hans er merkilegt fyrir þær sakir að hann tekur enginn víti og talandi um samanburð við Ronaldo að þá skoraði Torres meira ef að víti eru ekki talinn með.
Það er mjög góð ástæða fyrir því að Berba er með betra record í landsleikjum. Torres hefur þurft að berjast um sæti við menn eins og Raul, Morientes, Villa o.fl. Samkeppnin er einfaldlega meiri í spænska landsliðinu heldur í því búlgarska.
Torres stimplaði sig endanlega inn sem alþjóðlega súperstjörnu þegar að hann tryggði spænska landsliðinu evrópumeistaratitlinum í sumar. Hann var fyrirliði Atletico 20 ára og skoraði 33 mörk fyrir Liverpool á sínu fyrsta tímabili ef allar keppnir eru taldar með og ekki eitt úr vítum. Frábær árangur þetta.
Pétur Kristinsson, 5.9.2008 kl. 09:44
Erum við að tala um nýtt met í afsökunum í einum og sama þræðinum.
GÓÐIR GESTUR - LESENDUR OG AÐRIR BOLTAÁHUGAMENN - rísið úr sætum og hrópum þrefalt húrra fyrir pésa of afsökununum hans -
HÚRRA HÚRRA HÚRRAAAAAAAAAAAAAA.
Var ekki Torres líka í of litlum Puma skóm fyrstu tvö árin og árið þar á undan var hann í skóm með frönskum rennilás af því hann kunni ekki að reima því hann var jú svo bráðþroska og var farinn að spila fótbolta 17 ára!!
Það að Torres taki ekki víti er einfaldlega merki þess hve takmarkaður leikmaður hann er.
ég sagði ekkert um að þú værir með stór orð - en þú bullar út í eitt þar sem þú talar um að Berba sé ekkert sérstakur striker, þá sýndi ég þér fram á að hann er með betra skor en svarthvíta hetjan þín Torres.
Ólafur Tryggvason, 5.9.2008 kl. 10:20
og ef Berba er með svona gott skor af því hann er í verra landsliði, af hverju er þá ekki Eiður með betra skor en 50/20?
Skorar Torres minna í leik af því að Morientes og Raul eru með honum í liðinu.
Torres er með jafn marga leiki spilaða og Berba, hann fær ekki skráðan á sig spilaðan leik nema hann spili leikinn, og ef að Raul og Morientes eru að halda honum út úr liðinu þá fær hann ekki skráða á sig spilaða leiki.
Ólafur Tryggvason, 5.9.2008 kl. 10:25
King! Afhverju eru tölulegar staðreyndir sem Pési setur fram afsakanir en huglægt mat þitt staðreyndir?
Er ekki eitthvað bogið við það?
Reynir Elís Þorvaldsson, 5.9.2008 kl. 13:22
Óli minn. Þetta er nú með því vitlausasta sem þú hefur sett á prent. Hvernig í ósköpunum getur þú fengið það út að Torres sé takmarkaður leikmaður af því að hann tekur ekki víti LOL. Eru þá allir aðrir en Ronaldo hjá manure takmarkaðir af því að þeir taka ekki vítin? Þetta er nú meira endemis bullið og steypan í þér. Það vill nú bara þannig til að við erum með frábæra vítaskyttu sem heitir Steven Gerrard.
Ef þú ert kominn út í keppni í útúrsnúningum að þá er lítið hægt að ræða þetta af viti. Þú veist (Vonandi) að Spánverjar hafa úr breiðari hóp að velja en Búlgarar sem eru litlu skárri en Íslendingar í fótbolta þannig að samkeppnin er meiri en sjálfsagt telur þú þetta vera meiri afsökun en staðreynd eins og þú talar fyrir ofan.
Ég þarf ekkert að afsaka eitt eða neitt þegar kemur að samanburði þessara tveggja leikmanna. Torres er að flestra mati talinn einn albesti framherji heimsins í dag en Berba er ekki talinn þar á meðal, nema þá kannski einhverra heittrúaðra rækjusamlokuæta sem ekki einu sinni ykkar heittelskaði Roy Keane hafði snefil af virðingu fyrir.
Pétur Kristinsson, 5.9.2008 kl. 13:42
Já sæll - þið eruð svo í vörn að þið hýrist inni í markinu og grenjið - ef einhver er að setja fram tölulegar staðreyndir þá er það ég.
Félagslið ! Torres er með 107/250 leikjum sem gerir 43% torres - Berba er með 44%. 121/274
Landsliðið - Torres 65/20 = 31% vs Berba 65/34 = 52%
En pési er að reyna halda því fram að árangurinn hjá Torres, sem nota bene er verri, sé afsakandi af því að hann var að spila í spænsku deildinni 17 ára og að meir samkeppni sé um stöður í spænska landsliðinu. Spilaðir leikir vs skoruð mörk tala sínu máli og eru ekki huglægt mat.
Það að Torres sé ekki sá besti til að taka víti í liðinu setur honum að sjálfsögðu takmarkanir, allir eru takmörkum háðir, Ronaldo líka þar sem ég sæi hann ekki fyrir mér í bakverðinum og þess að auki brenndi hanns svo mörgum vítum að það má spyrja sig hvort hann sé maður til að taka þau framvegis. En að markaskorari eigi að fá forgjöf af því hann er ekki nógu góður til að taka víti fyrir liðið er bara brandari.
Ólafur Tryggvason, 5.9.2008 kl. 14:57
Það er sem betur fer þannig að flestir knattspyrnuáhugamenn eru ósammála þér með þessi víti að gera. Eins og ég sagði hér að ofan er Torres svo "óheppinn" að vera með eina bestu vítaskyttu heimsins með sér í liði snillinginn Steven Gerrard. Þannig að það er mjög heimskulegt að segja að Torres sé léleg vítaskytta þegar við höfum ekki séð hann taka víti.
Pétur Kristinsson, 6.9.2008 kl. 14:41
Ég sagði hvergi að Totrres væri léleg vítaskytta, en það að hann sé ekki nógu góður til að taka vítin segir ákveðna sögu.
Ólafur Tryggvason, 7.9.2008 kl. 10:40
King!
Þannig að samkvæmt þessum rökum þá eru allir aðrir leikmenn Man Utd (nema Ronaldo) ekki nógu góðir til þess að taka vítin fyrir þá???
Rooney-ekki nógu góður,Giggs-Ekki nógu góður,Tevez,Scholes........o.s.f.v...
Reynir Elís Þorvaldsson, 9.9.2008 kl. 11:18
eruð þið eitthvað við hliðina á ykkur - að sjálfsögðu eru allir verri en sá besti og því ekki nógu góðir? LOL -
Prófiði að hætta grenja svona mikið og gá hvort þið getið ekki hugsað rökrétt!
Ólafur Tryggvason, 9.9.2008 kl. 13:38
King!........ til hamingju með Cristiano Ronaldo.........
Besta vítaskyttan í Man Utd...........
Stórkostlegt.........
Reynir Elís Þorvaldsson, 9.9.2008 kl. 14:02
http://king.blog.is/blog/king/entry/639555/ klukk - það er kominn tími fyrir nýja færslu á þetta blogg
Ólafur Tryggvason, 11.9.2008 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.