Bob Dylan.

Það má segja ýmislegt gott um hans frammistöðu og bandið hans sem var stórgott en ég saknaði margra af hans þekktustu slögurum en kallinn kann að blúsa, það fer ekkert á milli mála.

En að tónleikahöldurunum. Þeirra frammistaða fær falleinkunn. Þegar að fólk er búið að eyða stórfé í að sjá goðið sitt og sér svo ekki neitt vegna þess að sviðið er á of lágum palli er alls ekki nógu gott. Enda var fólk byrjað að yfirgefa þessa tónleika löngu áður en þeir enduðu. Svona á ekki að gerast. Loftræstingin var ekki sett í gang þrátt fyrir yfirgengilegan hita þarna inni sem er ekki gott í ljósi þess að þarna var fullt af fólki um og yfir sextugt sem var ekkert að höndla þetta súrefnisleysi.

Í samtali við einn af öryggisvörðunum um þessi mál kom í ljós að byggingarnefnd hafði hafnað því að þessi nýbygging væri byggð 2 metrum hærri. Þess vegna hentaði þetta hús illa til tónleikahalds. En þá spyr ég. Hefði þá ekki verið betra að nota eitthvað annað hús en þetta í stað þess að bjóða upp á blindandi tónleika? Ástæðan að ekki var keyrt á loftræstinguna var hávaði frá henni og enn ein ástæðan fyrir því að þetta hús virkar ekki. Hvað eru menn að hugsa sem eru að byggja svona rándýr stórhýsi? Það er vonandi að menn læri af þessum mistökum og láti þetta ekki gerast aftur.


mbl.is Ánægðir gestir á tónleikum Dylans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég má til með að benda þér á það að þetta er frjálsíþróttahöll og var hönnuð sem slík.  Húsið hentar mjög vel til þess sem því er ætlað, þ.e.a.s. aðstaða fyrir frjálsíþróttayðkun. Hér tala ég með reynslu.  Þú spyrð í blogginu hvað menn voru að hugsa þegar þeir byggðu þetta rándýra stórhýsi. Það var að koma upp aðstöðu fyrir frjálsíþróttyðkendur en hún hafði verið til skammar fyrir tíma þessa húss.

Hitt er svo annað mál að þetta hús hentar illa til tónleikahalds og sérstaklega fyrir svona standandi tónleika.  Það voru mistökin við þetta, að halda tónleikana þarna. Mistökin fólust ekki í því hvernig þetta hús var hannað og byggt.

 En mikið var ég sár og svekktur þegar tónleikarnir voru búnir.  Hvað varð um öll góðu lögin?? Like a rolling stone, Subternean homesick blues, Knockin on heavens door, Hurricane og fleiri.   Það kemur fram í fréttinni að tónleikagestir hafi almennt verið ánægðir með herlegheitin.  Það er held ég ekki rétt.  Enginn sem ég hitti voru ánægðir með þetta, eins og fram kom að það sást ekki á sviðið og lagavalið ekki upp á marga fiska.

Dennis Bergkamp (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:36

2 identicon

Það er rétt að þetta er frjálsíþróttahöll og ætti í raun ekki að vera notað undir tónleika af þessu tagi. Tónleikarnir áttu upphaflega að vera í Egilshöll en líklegast hafa þeir ekki selt nógu marga miða, en mögulega of marga til að troða Dylan í minni salinn í höllinni. Þá eru ekki margir kostir í boði, og leiðinlegt að fólk sem borgaði háar upphæðir (9000 kall í A-svæðið!) sé boðið upp á það að sjá ekki neitt og vera þar að auki að drepast úr hita og stækju.

En varðandi lagaval og frammistöðu Dylans þá var eina ráðið sem ég gaf systur minni sem kom með mér þetta; ekki gera ráð fyrir því að hann ætli sér að reyna að geðjast nokkrum og þá muntu hafa gaman af þessu. Maðurinn er einn dyntóttasti tónlistarmaður sem þú finnur af þeim sem eru að túra um heiminn og hefur verið á tónleikaferðalagi í tvo áratugi. Það lá alveg fyrir frá byrjun að hann væri ekki að fara að taka alla slagarana sem allir þekkja, það er nokkuð víst. Ég sá hann á Hróarskeldu fyrir tveimur árum og frægasta lagið hans þar var Like a rolling stone, næstfrægasta Maggie´s farm og síðan var það bara fyrir hörðustu aðdáendurna að þekkja lögin sem þeir tóku!

Með þetta í huga get ég alveg verið sammála þeim sem voru ánægðir með tónleikana, bandið var rosa þétt og spilaði non-stop í tvo klukkutíma. Ég var mjög sáttur.

Brynjar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband