6.5.2008 | 19:10
Er þá ekki þjóðhagslega hagkvæmt að hefja strandflutninga?
Þessar tölur eru svo sem ekki nýjar af nálinni og þess vegna er ég ekki að skilja af hverju ríkisstjórnin gerir ekkert í þessum hlutum. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að ýta flutningafélögunum aftur í strandflutninga. Vegakerfið er of viðkvæmt til þess að þola alla þessa þungaflutninga. Ástæðan er að þjóðvegirnir liggja á löngum köflum yfir mýrarsvæði og einnig fara frost og þýða illa með vegina okkar. Flestar nágrannaþjóðir okkar eru laus við þetta vandamál og geta þess vegna mun frekar verið með stóra og þunga bíla á sínum vegum en við þurfum bara að gera þetta öðruvísi.
Flestir gera sér grein fyrir því að þessir bílar eru stórir og breiðir og passa illa á hina mjóu "hraðbrautir" okkar. Slys gerast þar sem kantar veganna gefa sig undan þunga þessara bíla. Einnig er alltof algengt að sjá þessa bíla með illa frágenginn farm sem skapar hættu fyrir vegfarendur.
Flutningabíll slítur vegum á við 9 þúsund fólksbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki spurning. Hefjum strandferðaskipin til vegs og virðingar aftur.
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 19:23
Já þið viljið líklega bíða í viku eftir kjötinu og mjólkinni þarna á suðurhorninu? Það er ég ekki viss um að menn átti sig á hvað lítið af kjötvörum og mjólkurvörum er framleitt í reykjavík.
Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 21:06
Ég er nokkuð viss um að þungaflutningar með allavega mjólkina verði að vera áfram á vegum landsins. Ekki komast skip enn að sveitabæjunum þannig að enn verður að notast við flutningabíla þar. En flutningur á frosnum afurðum frá sjávarútvegsfyrirtækjum úti á landi má svo sannarlega koma fyrir í flutningaskipum.
Pétur Kristinsson, 6.5.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.