8.4.2008 | 22:18
Stórkostleg úrslit hjá stórkostlegu liði.
Það má með sanni segja að þetta kvöld fari í sögubækurnar sem eitt af magnaðri evrópukvöldum sem maður hefur upplifað. Liðið byrjaði heldur rólega, virkuðu taugatrekktir fyrsta hálftímann en síðan náðum við tökum á leiknum sem að við héldum nánast til leiksloka. Liðið var frábært og gaman að sjá hvernig Hyypia gamli hélt upp á nýja samninginn sinn. Menn hafa verið að tala um hversu hægur hann er orðinn en maðurinn hefur aldrei notað hraða til þess að spila varnarleikinn heldur les hann leikinn betur en flestir ef ekki allir varnarmenn og leitun er að betri skallamanni.
Núna koma ábyggilega manure grenjuskjóður og segja að þetta hafi verið rangur vítaspyrnudómur og víti hefði átt að vera dæmt á emerates. Enda eru þeir illa spilltir af stórdularfullum dómum Mike Reilly á gamla klóinu. Og núna eiga þeir Steve Bennett líka.
En talandi um leikinn í kvöld. Stemningin á Anfield var ólýsanleg og maður skilur vel á svona kvöldi af hverju áhorfendur þar eru kallaðir 12 maðurinn fyrir svona stórleiki. Crouch og Kuyt voru stórkostlegir í kvöld og þegar að Torres komst inn í leikinn áttu varnarmenn arsenal fá svör. En þeir voru hættulegir fram á við og það kom í ljós þegar að Walcott komst með frábærum spretti upp allan völlinn og lagði upp markið fyrir Adenbayor. Frábært mark og ég hélt að þar með væri þetta búið. En ekki Liverpool liðið. Með frábærum spretti snýtti Babel Toure og fékk dæmda óumdeilda vítaspyrnu. Þá steig kóngurinn og fyrirliðinn Steven Gerrard upp og eins og sönnum fyrirliða sæmir kláraði hann dæmið. Babel kórónaði síðan frábæra innkomu sína með stórkostlegu marki þar sem að hann sýndi hraða sinn og styrk, gríðarlegt efni þarna á ferð.
Næst er það Chel$ky og mun það jafnvel verða erfiðari viðureign þar sem að þeir hafa sýnt mikinn stöðugleika undanfarið og þar á eftir manure/barca í úrslitum í moskvu.
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu... voruð þið ekki að keppa við Arsenal ?? .. af hverju ertu að draga United stuðningsmenn í þetta ?
Magnað hvað þið Púlararnir getið verið leiðinlegir oft.
Binni (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 22:33
Fékk Babel dæmda óumdeilda vítaspyrnu já, er ekki í lagi með þig, það var nákvæmlega ekkert á þetta. Hann var kominn í vandræði þarna Gallas kominn á móti honum þanng að hann lét sig detta. Engin spurning eftir að hafa horft á þetta aftur og aftur.
Ingi Ragnarsson, 9.4.2008 kl. 07:14
Ir, þú undirstrikar það sem að ég sagði um manure væluskjóður. Þið fáist ekki einu sinni til þess að viðurkenna að þetta var 100% víti, sem að þetta var fyrir alla og sérfræðingarnir í sjónvarpssal hérna heima viðurkenna þetta og þeir á sky. Þið eruð svo illu vanir á gamla klóinu að raunveruleikaskyn ykkar er orðið brenglað.
Pétur Kristinsson, 9.4.2008 kl. 09:44
nei þetta er ekki frá leiknum í gær - þetta er mótmælaganga ofsatrúarmúslima, ofsatrúarmúslimi er nefnilega ákaflega líkur ofsatrúarpúllara http://youtube.com/watch?v=WeJyHosS0bM
Og villuráfandi vinur minn heldur áfram "Núna koma ábyggilega manure grenjuskjóður og segja að þetta hafi verið rangur vítaspyrnudómur og víti hefði átt að vera dæmt á emerates. Enda eru þeir illa spilltir af stórdularfullum dómum Mike Reilly á gamla klóinu. Og núna eiga þeir Steve Bennett líka." hér sést það svart á hvítu hvað mikið er að marka það sem pési er að skrifa - hann er ákaflega skemmtilegur eins og skáldið góða, en hatrið á MAN UTD blindar honum alla sín líkt og sjá má á múslimamyndbandinu hér að ofan.
En munurinn á múslimunum og pésa lúserpúllara er að múslimarnir eru hugrakkir og fórna sér fyrir málstaðinn en pési lúsrpúllari þorði ekki einu sinni að horfa á leikinn með vinum sínum heldur sat einn heima og saug þumalinn. Kom með lélega afsökun um að hann vantaði bolinn sinn og barmmerkjahúfuna. LOL.
En skemmtilegur leikur á að horfa, ég veit ekki hvort er hægt að tala um sanngjarnan sigur - þar sem hann hefði getað dottið á hvorn vegin sem var.
Ólafur Tryggvason, 9.4.2008 kl. 10:26
Mér er ennþá flökurt eftir að hafa horft upp á dómgæsluna í þessum tveimur Meistaradeildarleikjum Lúserpúl og Arsenik. Ég er eiginilega orðlaus og veit ekki hvernig maður á að lýsa tilfinningum sínum. Mér alveg skítsama hvað Lúserpúlarar segja, það er ekki hægt að reyna að finna réttlátan vinkil á þennan átta liða úrslita sigur þeirra. Staðreyndin er einfaldlega sú að þeir eru komnir áfram á skelfilegri dómagæslu í bland við einhverja óheppni Arsenik manna uppi við markið. Það er ekki hægt að þræta fyrir það. Ég fæ flensu ef Lúserpúl slær Chel$ki út líka.
Koníak (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 11:07
Haha frusss LOL, þeð eruð aumkunarverðir. Ég veit vel að ég hefði getað komið í gær EF að ég hefði ekki þurft að keyra frá Hafnarfirði og aftur til baka. Ég hef EKKERT að óttast frá manure mönnum varðandi árangur okkar í meistaradeildinni. King spáði okkur hrakförum á móti Arsenic og hafði að sjálfsögðu rangt fyrir sér enda er stór munur á rökstuddum spám og óskhyggju.
En alltaf fyndið að sjá manure menn gráta yfir dómgæslu, skjóta sjálfa sig í fótinn trekk í trekk með væli um dómgæslu. Takið prósakkið ykkar og farið að horfast í augu við það að það verður að öllum líkindum Liverpool sem bíður ykkar í úrslitaleiknum það er að segja ef að þið náið þangað.
Pétur Kristinsson, 9.4.2008 kl. 15:48
Bíddi bíddu ég spáði að Arsenal skoraði 2 mörk - ég gerði bara ekki ráð fyrir að lúserpúl fengi jafn öflugan stuðning frá dómaranum á ögurstundu og raun ber vitni.
Koniak, ekki bara í átta liða, 16 liða úrslitum líka - eru menn búnir að gleyma brottvísunum Milan manna. SUSSS -
Gaman að fylgjast með pésa hrópa eins og Helgi Hóseason - "NEI EKKI VIÐ MIKLU MEIRA MAN UTD, NEI EKKI VIÐ ÞIÐ, EKKI VIÐ..... LOL - en þið sem ekki þekkið pésa þá er rétt að taka fram að pési er ákaflega réttlátur og röksýnn maður að öllu öðru leiti en þegar kemur að fótbolta. Pétur er með Stokkhólmsheilkennið eftir áralanga niðurlægingu síns liðs í ensku deildinni.
Ps. allar afsakanir sem þú kemur með sem ástæður þess að þú þorðir ekki að horfa með okkur hljóma í besta falli kjánalega. Þér var boðið í bjór og meðlæti, ég hef aldrei heyrt þig hafna bjór og mat áður, þér var boðið baðaðstaða, þér var boðin föt að láni en nei, þú þurftir að fara heim - LOL - ekki er nú styrkurinn mikill LOL.
Ólafur Tryggvason, 9.4.2008 kl. 16:10
LOL, gaman að sjá fólk slá um sig með flóknum og miklum orðum en vita svo ekki hvað þau þýða. Stokkhólmsheilkennið er þegar að gíslar eru farnir að finna til með ofbeldismönnunum sem tók það gíslingu, en allt í lagi.
Ég reyndar stórefast um að þú hefðir viljað hafa mig þarna í gær vitandi hvernig fögnuður minn hefði verið þegar við sýndum þennan ótrúlega karakter sem hefur einkennt okkur í evrópukeppninni undanfarinn ár. Og ég hefði gefið mikið fyrir að sjá vonbrigðasvipinn á ykkur manure mönnum sem að höfðuð spáð öllu illu fyrir okkur.
Og talandi um dómgæsluna í leiknum, þið eruð greinilega illa spilltir af grenjuræðum sörsins þannig að þar sannast að ef nógu oft er hamast á lyginni að þá verður hún sannleikur í eyrum þeirra sem á hlýða. Við skulum sjá hvað Gylfi Orrason segir í kvöld eftir leikinn.
Pétur Kristinsson, 9.4.2008 kl. 18:20
HAHAHA - þegar þú setur þig á háan stall - LOL
"Stokkhólmsheilkennið" sálarkvilli sem veldur því að fórnarlömb mynda sérstakt samband við þá sem brjóta á rétti þeirra.... hefur í sjálfu sér ekkert með gísla (hvaða gísla) eða mannrán að gera þó oft sé þetta notað í því sambandi.
Það eina sem þú ættir að efast um er frammistaða líðsins í síðustu tveim umferðum - augljós aðstoða dómara er með ólíkindum og óskiljanlegt að þetta skuli líðast.
Allt tal þitt um dómgæsluna dæmir sig sjálf ef horft er á atriði undanfarinna leikja og þá sérstaklega dæmda vítaspyrnu á MAN UTD vs vítaspyrnu sem Arsenal átti að fá. Mjög svipaðar aðstæður á allan mána, dómarinn með álíka sjónarhorn,,,,, en hvað.... LOL ég held pési að þú ættir ekkert að vera ræða frekar um dómara og dívur, þú hefur einfaldlega ekki efni á því.
Ólafur Tryggvason, 10.4.2008 kl. 12:47
Og við hvað ætlar þú að setja þetta í samband við LOL. Hérna er ítarlegri lesning. http://en.wikipedia.org/wiki/Stockholm_syndrome.
Hins vegar er alveg ljóst hvað er að hrjá þig kallinn minn. þú þjáist af frávarpi og það lýsir sér í því að þú ert að reyna að heimfæra hlutdræga dómgæslu með manure yfir á okkur og kallandi heiðarlega leikmenn eins og Torres og Gerrard óheiðarlega þegar þú veist að tveir langmestur sökudólgarnir í deildinni eru Ronaldo og Drogba, góðir leikmenn en þetta líti á leik þeirra er óþolandi.
Hérna kemur lýsing á frávarpi.
Frávarp felst í því að ætla öðrum kennd sem býr í manni sjálfum. Af því að kenndin er óþægileg er það fyrsta stigið að afneita henni eða bæla, en láta ekki við það sitja heldur eigna hana öðrum. Dæmi: Ég er reiður út í þig, en leyfi mér það ekki og afneita kenndinni, en sný henni upp á þig: þú ert reiður út í mig, vilt mér illt. Við það fer ég í varnarstöðu gagnvart þér, tortryggi þig og get jafnvel sýnt þér "réttmæta" reiði. Þetta er varnarháttur sem margir grípa til án þess að það beri vott um geðveiki. Margir eru tortryggnir út í annað fólk og fljótir að kenna öðrum um. Ef þetta eru mjög áberandi persónueinkenni kunna þeir að hafa paranoid persónuleika, sem leiðir til erfiðleika í samskiptum við annað fólk.
Eins og stendur þarna er þetta ekkert endilega sálarkvilli hjá þér en þú notar þetta óspart þegar að talað er um knattspyrnu. Við Liverpool menn erum ekkert að bera okkur saman við önnur lið á Englandi. Við erum langsigursælastir og önnur lið því skör fyrir neðan og þrátt fyrir að þau eigi stóra velli, meiri peninga og stærri sundlaug í kjallaranum hjá sér. Viðmiðið er Liverpool og þannig verður það áfram. Manure með sína 2 evróputitla verður bara að sætta sig við sinn stall sem að er talsvert neðar.
Pétur Kristinsson, 10.4.2008 kl. 16:24
munurinn á mér og þér er sá að ég viðurkenni það 100% að galli við leik Ronaldo hefur verið þessi leikaraskapur og er hann að mínu mati minni maður fyrir vikið. Hann hefur hins vegar bætt sig mikið hvað þetta varðar og ef fer sem horfir verður þetta komið í ásættanlegt horf fyrr en síðar.
Hvað Gerrard og Torres varðar, þá eru það tvö mismunandi mál.
Torres - nákvæmlega sami dívarinn ef ekki verri en Ronaldo.
Gerrard - hefur haft stórar yfirlýsingar um þá sem að eru með leikaraskap og hef ég oftar en einu sinni vísað í myndbandsheimildir máli mínu til stuðnings. hann hefur einnig lýst því yfir að hann myndir sko aldeilis tala við sína samherja ef þeir yrðu uppvísir af dívingum...... LOL .... en hann hefur svo aldeilis sjálfur verið staðinn að dívingum ásamt því að liðsmenn hans hafa ekkert minna stundað þennan ósmóma minna en liðsmenn annarra liða, þvert á það sem allir lúserpúllarar vilja trúa og halda fram.
Ef við ímyndum okkur tvö skip, annað hefur á árum áður siglt um heimsins höf á glæsilegan máta en er nánast sokkið í dag og marrar í hálfu kafi, allar tilraunir til að fá skipverja til starfa um borð sem mögulega gætu komið skipinu á fyrri siglingu hafa mistekist. N
Hitt skipið er sambærilegt, hefur líka siglt um heimsins höf árum saman en undanfarin ár hefur skipið verið á gríðarlega kröftugri siglingu og virðist áhöfnin sem er gríðaröflug sigla á fullu stími í nánast hvaða veðri sem er!!
Á hvort skipið myndir þú veðja pési?
Ólafur Tryggvason, 11.4.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.