Færsluflokkur: Tónlist
27.5.2008 | 00:13
Bob Dylan.
Það má segja ýmislegt gott um hans frammistöðu og bandið hans sem var stórgott en ég saknaði margra af hans þekktustu slögurum en kallinn kann að blúsa, það fer ekkert á milli mála.
En að tónleikahöldurunum. Þeirra frammistaða fær falleinkunn. Þegar að fólk er búið að eyða stórfé í að sjá goðið sitt og sér svo ekki neitt vegna þess að sviðið er á of lágum palli er alls ekki nógu gott. Enda var fólk byrjað að yfirgefa þessa tónleika löngu áður en þeir enduðu. Svona á ekki að gerast. Loftræstingin var ekki sett í gang þrátt fyrir yfirgengilegan hita þarna inni sem er ekki gott í ljósi þess að þarna var fullt af fólki um og yfir sextugt sem var ekkert að höndla þetta súrefnisleysi.
Í samtali við einn af öryggisvörðunum um þessi mál kom í ljós að byggingarnefnd hafði hafnað því að þessi nýbygging væri byggð 2 metrum hærri. Þess vegna hentaði þetta hús illa til tónleikahalds. En þá spyr ég. Hefði þá ekki verið betra að nota eitthvað annað hús en þetta í stað þess að bjóða upp á blindandi tónleika? Ástæðan að ekki var keyrt á loftræstinguna var hávaði frá henni og enn ein ástæðan fyrir því að þetta hús virkar ekki. Hvað eru menn að hugsa sem eru að byggja svona rándýr stórhýsi? Það er vonandi að menn læri af þessum mistökum og láti þetta ekki gerast aftur.
Ánægðir gestir á tónleikum Dylans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 17:13
John Fogerty í gærkvöldi.
Kíktum á tónleikana í Laugardalshöllinni. Vorum búin að fjárfesta í stúkumiðum til þess að losna við allt kraðak og fengum fín sæti, þökk sé King vini mínum. Komum inn þegar að KK var að spila sitt prógram og var hann með flotta hljóðfæraleikara með sér, m. a. Guðmund Pétursson á gítar, Björgvin Gíslason á gítar og Ásgeir Óskarsson á trommur. Fín frammistaða hjá honum og félögum.
Síðan hófst löng bið. Fyrst hlupu rótarar um sviðið eins og óðir menn að taka til eftir KK og félaga og síðan tóku við erlendir "soundtékkarar". Svona gekk þetta í 45 mínútur eftir að KK lauk sér af. Kannski var full þörf á þessu, maður veit ekki.
Kl. 21.45 mætti kallinn loksins á sviðið og hóf leik með 3 klassískum CCR smellum sem kveiktu heldur betur í áhorfendum. Síðan tóku við minna þekktir smellir ásamt nýrra efni af sólóferlinum sem virtust falla vel í kramið hjá áhorfendum. Fogerty er trúr sjálfum sér og spilar einfalt og melódískt rokk sem getur ekki annað en fallið í kramið hjá fólki. Hann geymdi smelli eins og Rockin' all over the world, Proud Mary, Cotton fields og fleiri þangað til í lokin og ég hélt að þakið myndi rifna af höllinni þegar að hann tók Down on the corner. Kallinn lauk sér af á miðnætti og hafði þá spilað án þess að taka neina pásu, sem að er nokkuð gott fyrir tónlistarmann á hans aldri.
Fyrirfram hafði ég áhyggjur af því að erfitt yrði að ná upp stemmningu í höllinni enda miðvikudagskvöld og áhorfendur komnir af léttasta skeiði en það var öðru nær. Aðra eins stemmningu hef ég varla séð og kallinn hafði orð á því hversu ánægður hann var með að fólk kynni lögin hans. Enda lofar hann því að koma aftur til Íslands sem fyrst. Heyrði á rás 2 í dag að kallinn spilaði vanalega ekki svona lengi þannig að hann hefur verið ánægður með landann.
Bandið samanstóð af eðalhljóðfæraleikurum og kom Fogerty sjálfur mér á óvart hversu snjall gítarleikari hann er. Trommarinn var einn sá besti sem komið hefur hingað til lands. Mikill kraftur og innlifun í honum enda þurfti að skipta út einni trommunni í einu laginu. Bassaleikarinn var einnig frábær. Hinir gítarleikararnir voru eðal en fengu að njóta sín minna en aðalstjarnan, skiljanlega en einn þeirra var alveg einstaklega fjölhæfur og gat spilað á fiðlu í sumum lögum, mandólín í öðrum og banjó í enn öðrum og steel guitar í einu lagi og gott ef hann var ekki á slide guitar í einu þeirra.
S.s. eðaltónleikar með einu af höfuðskáldum rokksögunnar og vonandi að hann standi við stóru orðin og mæti aftur. Alveg þess virði að borga 10.000 fyrir að sjá þennan snilling aftur.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agbjarn
- gongudejavu
- bakland
- halo
- binnan
- brandarar
- saxi
- esv
- ellyarmanns
- estro
- gudnym
- gudrunfanney1
- gthg
- hinrikthor
- don
- little-miss-silly
- jakobsmagg
- jensgud
- larahanna
- loftslag
- nanna
- olafurfa
- king
- omarragnarsson
- sedill
- totally
- siggathora
- sigurdurkari
- steinigje
- stjornuskodun
- stormsker
- redaxe
- zuuber
- thordish
- doddilitli
Tenglar
Mínir tenglar
- Lífskúnstner Kona sem að er snillingur.
- Snilldarfélagsskapur Nóg af rugli og bulli
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar