Því miður er alþingi aðgerðarlaust.

Ríkisstjórnin er greinilega alveg hörð á því að koma ekkert til móts við almenning og er að gera heimilum landsins enn erfiðara fyrir að ná endum saman. Maður spyr sig hvar eru alþingismenn eins og Heilög Jóhanna sem allt virtist vilja fyrir okkur almenning gera þegar að hún var í stjórnarandstöðu en þegar að hún og fleiri komast í ríkistjórn að þá sitja þessir þingmenn með hendur í skauti. Hingað og ekki lengra. Þeir verða að fara að gera eitthvað í þessu.

það er alveg ljóst að forsendur kjarasamningana eru brostnar og allar þessar "skattalækkanir" eru étnar upp með olíuhækkunum, hækkuðu matvælaverði sem að enginn virðist fylgjast með hér á landi og ört hækkandi vöxtum bankana af íbúðarlánum.

Gaman væri að fá að vita hversu mikið ríkið er að fá af hverjum olíulíter. Þannig getur maður séð hversu mikið svigrúm ríkisstjórnin hefur til þess að hafa einhverja stjórn á olíuverðinu. Þetta er ekki bara slæmt fyrir heimilin heldur líka útgerð, verktaka o.fl.

Það er alveg ljóst að meðan að ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir hinn almenna íslending og ætlar að horfa á heimili landsins sökkva í skuldafen að þá muni fylgi þessarar ríkisstjórnar hrynja fljótlega.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Gaman væri að vita hvar síðustu kjarasamningar séu , miðað við núverandi ástand. Er ekki sú hækkun löngu farinn til "#$"#$%#$%

Reynir W Lord, 17.3.2008 kl. 15:14

2 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ég er ansi hræddur um að snjóboltinn sem olli verðbólguskotinu fyrir 25 - 30 árum sé að fara að rúlla aftur, því miður.

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 15:23

3 identicon

Ef það er ekki hækkun á heimsmarkaðsverði...þá er það lækkun krónunar...þetta eru glæponar.....ætlið þið að reyna að segja mér að það sé komin ný sending af eldsneytti síðan að síðustu 2-3 hækkanir hafa verið settar inn....ónei...

Gudbjartur Stefánsson (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:31

4 identicon

Því miður held ég að það skili okkur nákvæmlega EGNU þó ríkið lækki álögur. Hvað gerðist með matvöruverð? Olíufélögin koma bara til með að græða meira!

Sorglegt en satt...

Daníel (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 15:34

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ok, burtséð frá því að einhverjir hafi efni á því að kaupa sér stóra og mikla bíla þá er nú staðan samt þannig að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki efni á því og fyrir þann hluta eru þessar hækkanir hrikalegar.

Það er nú alltaf þannig að ef að ríkisstjórnin lækkar álögur á eitthvað að þá græða líka þeir ríku ekki bara þeir fátæku. Það er bara óhjákvæmilegt þegar að ríkisstjórnin lækkar álögur á eitthvað.

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 16:17

6 Smámynd: Pétur Kristinsson

Þessi bold athugasemd var nú bara slys. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en of seint.

En þetta með almenningssamgöngur er bara ekki nógu góð lausn. Meðan að íslendingurinn vinnur svona mikið er tími hans fyrir utan vinnutíma illa varið í biðskýlum og öðru slíku. Nógu lítill er frítíminn fyrir. Ég er líka ansi hræddur um að neðanjarðarlestarkerfi sé of dýrt til þess að það borgi sig. Kannski ætti maður að fara að taka hjólið út úr geymslunni og gera það klárt.

Kannski ætti ríkisstjórnin að fara út í tollalækkanir á umhverfisvænni einkabílum eins og vetnisbílum, rafbílum og bílum sem eru með raf- og bensín hverfla.

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 16:58

7 Smámynd: Ólafur fannberg

gerum byltingu

Ólafur fannberg, 17.3.2008 kl. 17:07

8 Smámynd: Pétur Kristinsson

Snilldar hugmynd, og fáum Woody Allen til þess að taka við stjórnartaumunum á eftir.

Pétur Kristinsson, 17.3.2008 kl. 17:11

9 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 17.3.2008 kl. 17:30

10 identicon

Þarft innlegg í umræðuna frá mér;

Mér finnst bold letrið brjóta lúkkið skemmtilega upp á þessum spjallþræði. Aðgreinir kommentin betur

Hansi (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:58

11 Smámynd: Jens Guð

  Bensínlítrinn fer í 200 kall á þessu ári.  Sannið til.

Jens Guð, 20.3.2008 kl. 21:47

12 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ef að spár markaðsfræðinga ganga eftir að þá á það eftir að gerast.

Pétur Kristinsson, 25.3.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pétur Kristinsson
Pétur Kristinsson
Assssssholes
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband